Sparkað í afturendann á sjálfum sér.

Á sama tíma og Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur Líú allt að því fagnar stöðu krónunnar og hvaðBlessuð krónan sjávarútvegurinn fær auknar tekjur eftir hrunið á gjaldmiðlinum, sparkar hann duglega í afturendann á sjálfum sér held ég. Það er nú einu sinni svo að skuldir sjávarútvegsins voru stjarnfræðilegar áður en ósköpin dundu yfir, þær skuldir hafa væntanlega hækkað með fallandi gengi og varlega áætlað hafa skuldirnar aukist um 70 milljarða. Ef þetta er ekki rétt koma væntanlega leiðréttingar fram í kommentum.
mbl.is Segir gengi krónunnar næstum rétt skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Halli.

Ég held að hækkunin á skuldum íslenzkra útgerða sé nær því að vera 100 miljarðar síðan um áramót.

Þeir einir njóta góðs sem skulda lítið.

Níels A. Ársælsson., 18.3.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Nilli, ég fór frekar varlega í að áætla þetta. Ekki lagast staðan þegar það er síðan staðreynd að verð á aflaheimildunum er að lækka, eitthvað vantar svolítið upp á að menn þori að birta raunveruleikann.

Hallgrímur Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hér er verið að sópa vandandum undir teppið í formi gengisfellingar til handa útgerðinni líkt og forðum daga bara með öðrum formerkjum núna.

Munurinn þá og nú er sá að þá hafði ekki verið framleitt það magn peninga í umferð sem framsal og leiga aflaheimilda óveidds fiskjar úr sæ, innihélt til handa einu þjóðfélagi sem notað hefur verið og nýtt hér og þar með misviturlegum aðferðum við tilkomu hlutabréfamarkaðar í einu þjóðfélagi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2008 kl. 03:16

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sveinn Hjörtur er örugglega með skítabragð í munninum....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.3.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband