Hvoru megin liggur vandamálið?

Frétt á vísir.is 

Magnús fer vegna samskiptaörðugleika.

mynd
Guðlaugur Þ. Þórðarson heilbrigðisráðherra.

 

Samstarfsörðugleikar hafa verið á milli Magnúsar Péturssonar, fráfarandi forstjóra Landspítalans, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, samkvæmt heimildum Vísis.

Lýsa þessir samstarfsörðugleikar sér helst í því að ráðherra hefur hundsað öll samskipti við Magnús frá því að sá fyrrnefndi tók við embætti síðastliðið vor. Eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld lætur Magnús ekki af störfum að eigin ósk.

Magnús hefur hvorki viljað tjá sig um uppsögn sína við Vísi né Stöð 2 í dag og vísað á ráðherra. Ekki hefur náðst í ráðherra í dag.

Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að það hafi verið ákvörðun Magnúsar að láta af störfum og sú ákvörðun hafi verið tekin í samkomulagi við ráðherra.

Þarf að koma einhverjum vildarvini að, ég bara spyr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Allt eftir bókinni Halli....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.3.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hallgrímur.

Ef ég tók rétt eftir er Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri einnig að fara í önnur verkefni, svo það er stór spurning hvað er nú í gangi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessir tveir hafa sett sig á móti einkavæðingaráformunum, það er aldrei "hollt" að vera ekki "sammála" yfirmanninum.

Jóhann Elíasson, 15.3.2008 kl. 02:29

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er alveg klárt að mínu viti, ráðherrann getur ekki og vill ekki hafa við stjórn menn sem ekki fara eftir sama kompás og hann, alveg hægt að setja sig í þau spor. Það sem er hinsvegar svo undarlegt er , að hann neitar í sífellu öllum einkavæðingaráformum. Það er einhvernveginn aldrei hægt að koma hreint fram, einkavæðing eða einkavinavæðing, bara að allir viti raunverulega stefnu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.3.2008 kl. 08:52

5 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Auðvitað þarf að koma einhverjum vildarvini að Halli. Og annað, við förum víst ekki saman til Moskvu það er nokkuð ljóst.

Grétar Rögnvarsson, 15.3.2008 kl. 14:47

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki veit ég hvað er í gangi þarna, en eitthvað finnst mér þetta lykta einkennilega. Grétar þetta var ferlegt að fá þetta svona. Við skulum bara vona að leikurinn verði hin mesta skemmtun og það liðið sem betur spilar vinni. Ég sem var farinn að leita mér að kósakkahúfum fyrir okkur. Ég bara spyr hvernig var hægt að gera okkur þetta?

Hallgrímur Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ps. Síðustu dagar hef ég verið ótrúlega upptekinn, fundir, allskonar reddingar og síðan undirbúningur fyrir ferminguna á eldri stjúpdóttir minni, sem svo var fermd í dag. Næstu dagar verða svipaðir,fundir og aftur fundir ásamt ýmsu öðru sem við kemur Framtíð. Þannig að það er viðbúið að viðvera mín í bloggheimum verði takmörkuð næstu daga, en þó er aldrei að vita það verður kannski hraunað yfir einhvern ef tími gefst.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 21:01

8 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Kannske Inga Jóna verði næsti forstjóri?

Hallgrímur Óli Helgason, 15.3.2008 kl. 21:36

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hamingjuóskir með stjúpdótturina! Og ég held að flestar þær skýringar sem fram hafa komið um Magnús og Jóhannes séu réttar, spurningin þín um hverjum eigi að koma að er síðan spennandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.3.2008 kl. 21:41

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir það Anna. Ég er sammála þér það verður spennandi að sjá hver tekur við djobbinu.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 21:55

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með stjúpdótturina Halli!

Jóhann Elíasson, 15.3.2008 kl. 23:51

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk Jói, þetta var frábær dagur.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.3.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband