Réttarkerfið er magnað.

Vísir, 14. mar. 2008 07:38

Skógarbjörn sektaður fyrir stuld úr býflugnabúi

mynd

Skógarbjörn í Makedóníu hefur verið fundinn sekur fyrir dómstóli um að stela reglulega hunangi úr býflugnabúi bónda nokkurs í grennd við borgina Bitola.

Eftir að björninn fór að gera sér dælt við býflugnabúið á hverjum degi greip bóndinn til þess ráðs að láta ljós loga alla nóttina við búið og spila serbnesk þjóðlög af töluverðum krafti. Hélt það birninum í burtu.

Síðan þvarr olían af díselrafstöð hans og þá ákvað hann að fara í mál við björninn. Þar sem björninn telst til verndraðra tegunda verða stjórnvöld að greiða sekt hans sem nemur um 250.000 krónum.

Þetta er frekar fyndið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hvaða kana ertu að tala um?

Ársæll Níelsson, 16.3.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sorrý maður það urðu tæknileg mistök við þessa færslu...

Hallgrímur Guðmundsson, 16.3.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband