mið. 12.3.2008
Verðhrun, stefnir í gjaldþrot?
Í frétt á skip.is segir frá verðhruni á varanlegum aflaheimildum.
Í fréttinni segir meðal annars "Engin viðskipti hafa verið með varanlegan þorskkvóta um langt skeið. Verðið fyrir kílóið var 4.000 krónur um mánaðamótin október/nóvember en hefur síðan hríðfallið. Nú eru boðnar 2.700-3.000 krónur fyrir kílóið en enginn vill selja. Hins vegar bregður svo við að verð á leigukvóta þorsks er í hámarki.
,,Viðskipti með varanlegan þorskkvóta hafa engin verið í marga mánuði. Erfitt er að fá lánsfé í bönkum fyrir kvótakaupum og svo sjá menn ekki vitglóru í því að kaupa kvóta á þessum okurvöxtum. Hljóðið í útgerðarmönnum er mjög neikvætt og helstu viðskiptavinir okkar hyggja ekki á kvótakaup á næstunni, jafnvel þótt verðið hafi lækkað svona mikið "
Er það virkilega svo að menn vilji ekki kaupa á þessum vöxtum? Er ekki staðreyndin allt önnur, er ekki búið að veðsetja allt heila draslið á 3400 - 4000 krónur krónur kílóið? Þannig að ef einhver kaupir á þessu verði er búið að búa til nýtt viðmiðunarverð. Sem aftur leiðir af sér afskriftir á ímyndaðri eign og þá segir sig sjálft að það eru ekki til eignir fyrir veðinu. Þarf eitthvað að útskýra þetta nánar? Fréttina má svo lesa í heild sinni hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Um leið og einhverjir VERÐA að selja þá skeður eitthvað. En ég held ekkert sé að seljast á þessum prís og jafnvel að eitthvað lítið ef nokkuð hafi verið selt á 4000...veit það samt ekki fyrir víst.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.3.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.