Áfallahjálp og hjartastuðtæki....

Eitthvað eru menn orðnir daprir þarna vestanhafs, spákaupmennirnir sem þömbuðu kampavín í lítravísÁhyggjur á Wall Street og átu kavíar í tonnum fyrir örfáum mánuðum, eru í taugahrúgum starandi vonlausum augum beint í gólfið, ríghaldandi sér í næstu stoð svo fallið í gólfið verði ekki eins hratt og væntingarnar.

Spurning um áfallahjálp og hjartastuðtæki fyrir liðið. Mikið er nú þægilegt í öllu þessu brjálæði að flokkast undir þennan meðal Jón og eiga engin andsk..... bréf sem standa í björtu báli þessa dagana..


mbl.is Svartsýni á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já ég býst við að það sé bara betra að eiga bréfin sem eru á ísskápshurðinni, þar breytist ekkert eftir að þau eru komin þangað.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála félagi það eru sko bréf sem missa ekki verðgildi sitt... Í einhverri færslu minni montaði ég mig af því að eiga inniskóna mína skuldlaust og þyrfti því ekki að hafa neinar áhyggjur. Þeir brunnu sko ekki upp eins og þessi ands...... A4 blöð með flottu nöfnunum á, hvolparnir átu þá einfaldlega. Ég hugga mig við það að þetta voru skór keyptir á útsölu í Rúmfatalagernum, þannig að tapið var viðráðanlegt.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.3.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hjörtu ykkar eru úr steini.

Árni Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 00:47

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki myndi ég segja það Árni að hjarta mitt væri úr steini. Ég er á minn hátt að lýsa yfir ótrúlegri heppni að eiga ekki beina aðild að þessu.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband