Einlægur brotavilji stjórnvalda á mannréttindum sjómanna.

Frétt á ruv.is Brotið á sjómönnum

Brotið á sjómönnum

"Íslensk stjórnvöld hafa ekki upplýst 53 sjómenn um að mannréttindi hafi verið brotin á þeim við skerðingu örorkubóta árið 1992. Ráðherranefnd Evrópuráðsins gagnrýnir þetta, tilkynna beri mönnunum að þeir eigi rétt á bótum.

A_linuveidum.Árið 1978 slasaðist Kjartan Ásmundsson við sjómennsku og var í framhaldi metinn til 100% örorku. Hann fékk lífeyrisgreiðslur til ársins 1992. Þá var lögum breytt og hætt að miða örorku við hæfi til fyrri starfa en þess í stað miðað við hæfni til almennra starfa. Í framhaldi var Kjartan sviptum örorkugreiðslum. Hann höfðaði mál gegn ríkinu vegna þessa, sem endaði fyrir mannréttindadómstól Evrópu.

 Árið 2003 var ríkið dæmt til að greiða honum skaðabætur.
En það var ekki bara Kjartan sem varð fyrir skerðingu á örorkubótum - það átti við 53 sjómenn í viðbót. Ráðherranefnd Evrópusambandsins fylgist með fullnustu dóma Mannréttindadómstólsins. Í nýlegri umfjöllun sinni um málið fer hún fram á að mennirnir verði upplýstir um að íslensk stjórnvöld hafi brotið á þeim mannréttindi. Það var ekki gert. Einu vísbendinguna um að tilraun hafi verið gerð til þess er að finna á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins. Þar er dómurinn birtur í íslenskri þýðingu"

Er það orðið regla frekan en undantekning hjá stjórnvöldum að brjóta mannréttindi á sjómönnum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Það vakti líka athygli mína um daginn að á vef dómsmálaráðuneyis er ekki enn búið að birta álit mannréttindadómstóls sþ á kvótakerfinu. Þrátt fyrir það er það skylda.

Jóhann Kristjánsson, 1.3.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband