fös. 29.2.2008
Hvað geta Íslendingar kennt öðrum í sjávarútvegsmálum?
Hér kemur ýmislegt til greina.
Kennt öðrum að framleiða þræla.
Kennt öðrum að framleiða glæpamenn.
Kennt öðrum að ganga illa um fiskimiðin.
Kennt öðrum að hunsa viðtekna vistfræði.
Kennt öðrum að stunda gríðarlegt brottkast.
Kennt öðrum að stunda handónýtar hafrannsóknir.
Kennt öðrum að svelta fisk til hlýðni.
Kennt öðrum að hunsa eigin ákvarðanir.
Kennt öðrum að stunda mannréttindabrot.
Kennt öðrum að hunsa jafnræði.
Sjálfsagt er hægt að telja upp í marga daga í viðbót en látum þetta duga í bili.
Góðar stundir.
Vill heyra hugmyndir um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Athugasemdir
Góð færsla
Mannréttabrot. Það er svarið. Hugsaðu þér þetta vonlausa fyrirkomulag átti að vera útflutningsvara og meira að segja forsetinn var að montast um allan heim með þetta rugl!
Hverning gengur í félaginu?
Sigurður Þórðarson, 29.2.2008 kl. 20:50
Takk fyrir það Sigurður. Það er margt fleira sem hægt er að telja upp. Það gengur vel í félaginu, það á einhverjum eftir að bregða fljótleg. Við vöndum okkar vinnu og árangurinn kemur fyrir sjónir þingmanna og almennings eftir örfáa daga.
Hallgrímur Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 20:57
Innilega til hamingju ég hef tröllatrú á þér og því sem þú ert að gera. Mér finnst það í einu orði frábært. Takk.
Ég hef oft lesið bloggið þitt en er nýgræðingur sjálfur, innan við viku gamall.
Sigurður Þórðarson, 1.3.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.