Er Ísland að stefna í gjaldþrot?

Ekki veit ég nákvæmlega hvert þetta er að leiða okkur, en það er í það minnsta ástæða til að staldra við og hugsa svolítið núna. Yfir hvað er verið að breiða í bankakerfinu? Ég held að það sé full ástæða fyrir fólk að að lesa þetta hér.

Síðan er það svolítið rosalegt að skoða þetta xls skjal, ef staðan er orðin svona, hvað er þá í rauninni framundan? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er nú ekki á því að gjaldþrot blasi við en ég er alveg handviss um að það eru erfiðir tímar framundan og nota bene þessir "snillingar" (útrásarprinsarnir) voru ekki svo rosalega snjallir þegar upp er staðið.  Hvað hafa eignirnar erlendis aukist mikið á útrásartímabilinu? Það kemur í ljós að eignir eru MINNI eftir þetta tímabil þegar tillit hefur verið tekið til skulda og hver skyldi svo þurfa að borga "brúsann"?  Jú hverjir aðrir en almenningur (þú og ég), útrásarprinsarnir fljúga bara á einkaþotunum sínum til Caiman eyja og koma sér fyrir þar og þar eru þeir líka búnir að koma þeim peningum sem þeir "rændu" af þjóðinni.  Bankarnir standa ekki eins vel og af er látið.

Jóhann Elíasson, 27.2.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband