sun. 24.2.2008
Hver man ekki fleyg orð Villa viðutan? Ég hef þjónað...
borgarbúum vel og af fullum heilindum í þau 25 ár sem ég hef verið borgarfulltrúi. Einnig hef ég kappkostað við það að vinna faglega og heiðarlega í öllum þeim málum sem ég tek mér fyrir hendur á vegum borgarinnar. Þetta er búið að hljóma frá Villa viðutan síðan hann og Bingi Bingó voru teknir í bólinu við einn þann stærst þjófnað sem reyndur hefur verið á almenningseign sem um getur.
En hvað kemur síðan í ljós? Jú bróðir Villa viðutan græðir 50 millur á lóðarbraski með lóð sem er ekki einu sinni til, hvernig svo í helvítinu sem það er nú hægt. Síðan upplýsist það líka í leiðinni að nánir vinir Villa viðurtan gætu grætt milljarða á lóðarbraski. En nema von að Villi viðutan sé ekki tilbúinn að hætta alveg strax? Hann á nefnilega eftir að klára smá hlut, koma nýju deiliskipulagi um íbúabyggð í Örfirisey í gegn og þar með negla síðasta naglann í lóðarbraski fjölskyldu og vina sinna.
Það getur varla talist annað en samgjarnt að það verði farið í gagngera rannsókn á spillingu í Íslenskri pólitík, hvort heldur er í sveitar eða landsmálapólitík. Og það verði framkvæmt erlendum óháðum aðilum, ekki einhverjum útvöldum eins og stjórnvöld létu gera hér fyrir örfáum árum.
Um þetta má svo lesa nánar hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.