Borgarbúar heiðra Binga Bingó fyrir vel unnin störf !

Auðvitað er það við hæfi að heiðra Binna Bingó fyrir frábær störf og þá dugar ekkert minna en haugaBjörn Ingi áttatíu manns í herlegheitin og hafa matseðilinn flottan svo sem, grillaðan humar, hægeldaðan lax, eldgrillaðan nautavöðva og kóngarækjur. Einnig portóbello-sveppi og geitarostur. Þessu gátu gestir skolað niður með rauðvíni, hvítvíni og bjór auk óáfengra drykkja.

Já flott skal það vera, en hvað var það sem Bingóinn gerði svona vel sem réttlætir svona tilstand? Í fljótu bragði er það akkúrat ekki neitt sem ég man eftir, en sjálfsagt muna einhverjir eftir einhverju sem Bingi flóttamaður gerið annað en reyna rán aldarinnar og hagnast sjálfur í leiðinni ásamt nokkrum samflokksmönnum. Það þykir svo við hæfi að láta svo þá sem reynt var að stela frá halda þjófnum veislu. Hvar annar staðar en á Íslandi getur svona gerst?

Einnig kemur fram í fréttinni eftirfarandi og vekur upp spurningu hjá mér, "Þess má geta að fjölmiðlum var neitað um aðgang að kveðjuboðinu fyrir Björn Inga þar sem um einkasamkvæmi væri að ræða"  Ef um einkasamkvæmi er að ræða á þá ekki einhver einkaaðili að borga herlegheitin, ekki borgarbúar? Nema það sé allt í einu hægt að kalla Reykjavíkurborg einkaaðila eða borgarbúa almennt. Vitleysan í borginni virðist ætla að taka á sig hinar fjölbreyttustu myndir.

Meira um þessa athöfn hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég var nú bara með hljóðum þegar ég var að lesa þessa andskotans dellu. Hvurslags endemis siðleysingjar eru þetta. Alveg tekur svo steininn úr þar sem kemur í fréttinni að boðið hafi verið lokað fulltrúum þeirra sem borguðu skömmina. Ég fullyrði að svona misnotkun á almannafé kæmist ekki í gegn hjá milljónaþjóðum, öðruvísi en að hausar færu að fjúka. Hér er siðferðisstuðull einhvernvegin á allt öðrum level og það er bókstaflega allt leyfilegt sem ekki er bannað sérstaklega... Andskotans drulluháleistar..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.2.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Muniði eftir þætti hér í gamla daga sem hét bingó lottó? Þar var fígúra.. einskonar lukkudýr sem kallaður var Bingó Bjössi. Skyldi Björn Ingi hafa verið í búningnum? Ef svo er þá hafa Björn Ingi og Gísli Marteinn það sameiginlegt að vera báðir fígúrur og að hafa byrjað feril sinn á skjánum.... Best væri ef þeir væru báðir enn lokaðir inni í imbakassanum. Enda ekki heillavænlegt að hleypa fígúrum inn í pólitík.

Jóhann Kristjánsson, 24.2.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

He,he... kannski mundu þeir nýtast þar, en það er svo merkilegt hvað fólk fær sig til að kjósa, að stundum setur mann bara hljóðan....og er þá mikið sagt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.2.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband