Hvenær hefur Hafró tekið mark á öðrum en sjálfum sér?

Telur að loðnutorfan hafi verið 240 þúsund tonnSighvaturr_Bjarnason_VE

22.2.2008 Skip.is

Jón Eyfjörð, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni segir m.a. í blaðinu Vaktinni í Vestmannaeyjum, að hann sé ekki sammála útreikningum Hafrannsóknastofnunar um magn loðnunnar við Íslandsstrendur. „Við fengum þetta í torfu sem ég mældi 1,8 mílu að lengd og tækin sýndu þúsund metra beggja vegna við bátinn,“ segir Jón en Sighvatur fékk 450 tonna kast á miðunum á miðvikudagsmorgun.

Jón, sem hefur meira en 30 ára reynslu af loðnuveiðum, hefur reiknað magn loðnunnar í torfunni en hann áætlar að í þessari einu torfu hafi verið tæplega 240 þúsund tonn. Útreikningana má sjá HÉR

Tilvitnun í fréttina líkur: 

Ekki ætla ég að rengja þessa útreikninga hjá Jóni Eyfjörð, hann kemst væntanlega að því eins og margir aðrir að Hafró tekur ekkert mark á þessu frekar en öðru sem lagt er fyrir þessa stofnun. Svo merkilegt sem það má vera er Hafró föst í eigin dellu og hugmyndafræði, allt sem aðrir segja, reikna út eða mæla með er stórhættulegt og nánast árás á lífríkið og fiskistofnana að mati stofnunninnar og á bara hreint ekki að framkvæma svona. Heldur á að nota þeirra aðferð.

Hafró slær því stöðugt fyrir sig að fara verði varlega, sýna ábyrgð og vinna faglega, og það hafi þeir gert í gegnum tíðina. Ég kalla eftir því sem stofnunin nefnir ábyrgð og fagleg vinnubrögð. Þegar skipstjórar koma með ábendinga til Hafró, sama hvort talað er um botnfisk eða uppsjávarfisk þá vita þeir þetta allt saman, við erum búnir að mæla þetta, við vitum þetta, þetta er í dagbókinni okkar. Hver kannast ekki við þessi orð frá Hafró?

Mikill er máttur menntunarinnar og afkastageta drullupunga ( skipa ) Hafró. Það liggur ljóst fyrir að aðferðarfræði Hafró er á villigötum og ber að taka á því með ábyrgð, sem sagt stjórn og yfirstjórn Hafró segi af sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband