Er Össur Skarphéðinsson að sprengja stjórnina?

Úr frétt á visir.is

Sigurður Kári"Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra biðjist afsökunar á skrifum sínum um Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa.

Á heimasíðu sinni skrifaði Össur harðorða grein um Gísla undir fyrirsögninni „Sjálfseyðing ungstirnis". Í þættinum Ísland í dag krafðist Sigurður Kári þess að Össur bæðist afsökunar"

Það virðist vera eitthvað grunnt á því góða milli stjórnarflokkanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Oft veltir " lítil þúfa " þungu hlassi, segir máltækið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.2.2008 kl. 02:43

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Nei nei . Engin stjórnarslit... Össur hefur ef til vill fengið sér of mikið í hina tána og ausið úr reyðiskákum sínum undir áhrifum...Þetta er alkunnug staðreynd meðal Bloggaranna sem blogga eftir miðnætti.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 02:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú bara byrjunin, það á eftir að magna "pirringinn" upp.

Jóhann Elíasson, 22.2.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég gef nú ekki mikið fyrir ruglið í Sigurði þessum, sem nota bene finnst að hann geti sjálfur ausið hverju sem er yfir fólk, eins og dæmin sanna. Enda sagði Össur ekkert annað en það sem flestum finnst og það virðist vera "að sannleikanum verði hver sárreiðastur" svo mér er nær að halda að Össur hafi hitt naglann á höfuðið, eins og oft áður, fullur eða edrú, sama er mér....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.2.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það færi þó aldrei svo að blaðrið í Össuri yrði til einhvers gagns, en ég þori nú ekki að vona það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.2.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Halla Rut

Ég er sammála kaldhæðninni í Önnu enda er hún alltaf jafn skemmtileg.

Halla Rut , 22.2.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Annað hvort kjaftar Össur ríkistjórnina í sundur eða röflar sig sjálfan út úr þinginu. Hvoru tveggja er frábær endir.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband