fim. 14.2.2008
Bjarni Harðar safnar í kosningasjóð.
Frétt á DV.is
50 þúsund fyrir að koma fram á sundskýlu
Ég fékk 50 þúsund krónur greitt fyrir þetta viðvik og finnst það nokkuð vel í lagt fyrir þá vinnu sem ég þurfti að inna að hendi, segir Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins en Bjarni lék nýverið í sjónvarpsauglýsingu Sláturfélags Suðurlands.
Bjarni segir að sér hafi fundist sjálfsagt að koma fram í auglýsingu SS þar sem fyrirtækið sé í hans héraði og hann beri tilfinningar til þess og eigi góðar minningar tengdar Sláturfélagi Suðurlands.
Þingmaðurinn kom fram á sundskýlu einni fata í þessari frumraun sinni í leiklistinni.
Það verður seint sagt um framsóknarmenn að þeim skorti hugmyndarflug til að styrkja flokkinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verst að hafa misst af Bjarna í sundi, því þetta er laugin mín!
Sveinn Hjörtur , 14.2.2008 kl. 18:41
Hann Bjarni Harðar er frábrugðin þeim flestum, að því leitinu til, að hann er ekki mjög oft leiðinlegur. Þó kemur það fyrir og þá helst þegar hann er fengin með fleirum sem álitsgjafi eða eitthvað slíkt, og gjammar stanslaust frammí aðra.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 18:43
Mér finnst nú meira spunnið í útlitið á þorskinum í bloggfærslunni fyrir neðan þó hann sé dauður. Allavega er ekki mikið spunnið í framsóknarmenn.
Jóhann Kristjánsson, 14.2.2008 kl. 19:57
...það er ekki hægt annað en að vera sammála þessu Jóhann, þessvegna er stórum verra ef þeir eru leiðinlegir líka.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 20:28
Verið ekki svona öfundsjúkir elsku karlarnir út í Bjarna þótt hann hafi bæði meiri húmor og sjarma en þið. Kanski eigið þið einhvertíma eftir að sýna svo mikil þroskamerki að ykkur verði treyst til þess að leika í sjónvarpsauglýsingu.
Eggert Karlsson, 14.2.2008 kl. 23:06
Er einhver öfund? Ekki get ég séð að Eggert minn, en hitt er svo annað mál og grafalvarlegt, ef þetta er nýjasta tromp Framsóknar að labba um nánast á Evuklæðunum til að vekja á sér athygli, þá er mikið styttra í endalok flokksins en nokkurn grunar...
Hallgrímur Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 23:17
Ég tek undir með Eggerti um að Bjarni er flottur og er fyllilega treystandi til að agitera fyrir SS.
Sigurjón Þórðarson, 15.2.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.