Í Fréttablaðinu á fimmtudag lýsti Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, furðu sinni á þögn kirkjunnar um óréttlæti kvótakerfisins og þau brot á mannréttindum sem í því felast og fengist hafi staðfesting á í Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.
Þórhallur er ekki viss um að rétt sé hjá Grétari að prestar hafi alls ekkert fjallað um kvótakerfið en segir á hinn bóginn að Þjóðkirkjan eigi að vera vakandi fyrir mannréttindabrotum, hvar sem þau birtast. "Prestar hafa verið duglegir að gagnrýna slík brot í fjarlægum löndum og margt það sem miður fer í okkar samfélagi. En ekki allt. Það eru ýmis viðkvæm mál sem kirkjan hefur ekki tekið formlega afstöðu til eins og til dæmis fiskveiðistjórnunarkerfið," segir Þórhallur og bætir við að Þjóðkirkjan vilji vera kirkja þjóðarinnar.
"Við höfum séð hvernig þetta kerfi hefur komið illa niður á ýmsum byggðum landsins á meðan fáeinir menn kvótakóngarnir hafa auðgast óheyrilega segir Þórhallur"
Heimildir: Fréttablaðið
Er kirkjan að líkja kvótakerfinu við Guðlast?
Athugasemdir
Hmmm, afar athyglisvert, að ekki sé meira sagt...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 23:59
Segðu félagi, kerfið á orðið sér fáa vini ef það er þá eitthvað að marka þennan séra. Við skulum vona að þetta sé ekkert venjulegur séra Jón...
Hallgrímur Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 00:43
Heyrði í hagfræðingi sem er vel sjóaður í kringum þessa hluti og hann sagðist ekki vilja eiga skuldsettan kvóta í dag....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.