sun. 10.2.2008
Grandabraskarar.
Grein í mogganum í dag eftir Pálma Pálmason.
"Saga HB&Co á Akranesi spannar yfir 100 ára glæsta útgerðarsögu. Sagan inniheldur feril framsækins fyrirtækis í útgerð, margháttaðri landvinnslu, verslun o.fl. Nútíma sægreifar í HB Granda hafa líklega annan stíl.
Saga HB&Co á Akranesi spannar yfir 100 ára glæsta útgerðarsögu. Sagan inniheldur feril framsækins fyrirtækis í útgerð, margháttaðri landvinnslu, verslun o.fl. Nútíma sægreifar í HB Granda hafa líklega annan stíl. Slíkir virðast taka minna mið af fólkinu sem skapað hefur verðmæti með fyrirtækjum. Sagan í byggðarlaginu verður þá partur af historíunni. Slíkt er að gerast víða. Þetta verður meira áberandi einkenni eftir því sem nýsægreifinn elst meira upp í borgarlífi, unir sér betur erlendis og fellir sig betur við jakkaföt og bindishnúta hversdags. Ætli slíkir ráði meirihluta HB Granda um þessar mundir?
Í ágúst sl. tilkynnti fyrirtækið að öll landvinnsla yrði flutt á Akranes. Þar er nægt rými, fyrirtækið átti þar miklar byggingar, tæki og allt til alls. Eina sem þurfti að mati HB Granda var bætt aðstaða fyrir löndun og nýtt vinnsluhús á kajanum. Hagræðing var skýrð sem lykilþáttur í þessari samþjöppun og hlýtur að vera, enda nægt framboð á góðum löndunar- og vinnsluaðstæðum þarna. Bestu aðstæður við Faxaflóa fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Bæjarstjórn Akraness kom glöð af fjöllum. Tóku heimamenn gleði sína, því ein stærstu fiskvinnsluhús landsins stóðu þar þegar aðgerðalítil og nægt vinnuafl laust. En bíðum við! Þetta var eins og með veðrið. Fáum vikum síðar, í september sl., snérannsér og kom þá önnur tilkynning; við erum hættir við, sorry!
Átyllan var að Faxaflóahafnir gætu ekki byggt nýjan hafnargarð nógu fljótt fyrir nýtt athafnasvæði og vinnsluhús HB Granda. Lá það ekki alltaf fyrir hjá stjórnendum að það tæki allt að tveim árum að byggja grjótvörn, hafnargarð og fiskvinnsluhús? Hvers konar vinnubrögð viðgangast hjá einu kvótamesta fyrirtæki landsins? Er eitt í dag og annað á morgun? Nei, bíðum aftur við! Þar kom það svo! Raunverulega skýringin, sú sanna, var að stjórnin á Grandanum hafði ekki fengið jákvæða afgreiðslu á erindi um að breyta athafnasvæði HB Granda við Reykjavíkurhöfn í íbúðabyggð.
Já, íbúðabyggð! Það sem sægreifana úti á Granda langaði til var að hámarka gróðann ofan á kvótaítökin með íbúðarhúsabraski við gömlu höfnina, rétt handan við olíutankana í Örfirisey. Það var lóðið, lóðabrask var hin raunverulega ástæða sem öllum leiknum ýtti af stað. Í dag hefur öllu starfsfólki hjá HB Granda á Akranesi verið sagt upp með stæl og tilþrifum. Ráðgert er að tuttugu konur verði hugsanlega áfram í starfi. Fróðlegt væri að sjá það excel-skjal á Grandanum er sýnir þann ágóða af starfi tuttugu kvenna á Akranesi sem á að standa undir fasteignagjöldum, rekstri og viðhaldi mörg þúsund fermetra fiskvinnslumannvirkja sem búin eru bestu tækni á Skaga. Yfir þetta er aðeins eitt orð: Grandabraskarar"
Höfundur starfar að framkvæmdastjórn.
Er þetta ekki lýsandi dæmi um gróðabrjálæðið sem heltekið hefur marga? það er ekki nóg að braskað sé með sameign þjóðarinnar (aflaheimildir) og þegar komið er að endastöð í kvótabraski, skal öllu fórnað fyrir brask með lóðir sem áður geymdu blómleg fyrirtæki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Facebook
Athugasemdir
Um leið og þeir stúta HB þá stúta þeir kvótakerfinu. Þetta kerfi er orðið svo hatað og fyrirlitið meðal almennings að það er bara spurning um tíma hvenær menn fara bara út og róa. Löggæslumenn munu standa og horfa á, án þess að hreyfa legg né lið. Þetta verður svona svipað og þegar Berlínarmúrinn féll. Rotið hugmyndakerfi sem lyktar langar leiðir af glæpsamlegri spillingu fer á öskuhauga sögunnar.
Magnús Þór Hafsteinsson, 10.2.2008 kl. 11:29
Mikið ætla ég að vona að þú verðir sannspár Magnús, held raunar að það sé jafnvel eina leiðin, því stjórnmálamennirnir, sem ættu að vera að vinda ofanaf skepnuskapnum eru ekki menn til neins. Eins og allt slektið sé í vinnu hjá LÍÚ við að keyra þetta sem mest niður til að koma pakkanum á sem fæstar hendur...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.2.2008 kl. 11:48
Halli vill ekkert kannast "kerlingarhexið" en hún er náttúrulega að tala til LÍjúgara á sínum slóðum. Steingrímur Sigfússon er sjálfsagt eins innréttaður?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.2.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.