en hamfarirnar sem menn eru að tala um í kauphöllinni? Hvernig á að meta það? Fallið í kauphöllinni og afhroð spákaupmennskunnar eru smámunir einir í samanburði við þær raunir og ofbeldið sem fólkið á landsbyggðinni hefur mátt þola. Afhroðið sem menn hafa orðið fyrir í kauphöllinni sjá hér eru verk þeirra sjálfra sem fyrir því verða, það neyddi enginn þá til að taka þátt í þessu brjálæði.
Það er svo alveg öfugt farið með fólkið á landsbyggðinni, það hefur ekkert með það að gera þegar það er svipt atvinnunni og aleigunni. Því ræður jafnvel einungis ein fjölskylda, eða einn banki sem fer í veðkall vegna afhroðs á hlutabréfamarkaðinum. Hvað skyldu margir lenda í því á næstu dögum og vikum að fá hringingu frá bankanum sínum og samtalið hljóðar upp fyrirskipun um sölu eða eignarupptöku?
Höfum það í huga þegar ég tala um sölu eða eignarupptöku er ég að tala um aflaheimildir. Hver á aflaheimildirnar? Það er ekki einu sinni hægt að þræta fyrir hver eigandinn er samber þessum lögum. "1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum" Svona hljómar fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða punktur.
Ekki hafa bankarnir neitt upp úr því að taka fasteignirnar af fólkinu, það er vel og vandlega búið að sjá fyrir því að þær eru verðlausar með öllu. Ef hugsað er til þeirra hörmunga sem fólkið hefur orðið fyrir og líkur eru á að hörmungarnar eigi bara eftir að aukast, dettur þá einhverjum til hugar að við sem þurfum að þola þessa útrýmingarstefnu og mannréttindabrot, finnum samkennd í hjarta okkar með spákaupmönnunum sem sumir hverjir í hjáverkum beita okkur þessum útrýmingaraðferðum?
Það er réttmæt krafa okkar að þetta verði metið og við fáum bætur fyrir brotin sem framin hafa verið á okkur, eins og mannréttindanefnd sameiniðuþjóðanna komst að með svo óyggjandi hætti að einungis misindismenn vefengja þann úrskurð.
Þrælahald er ekki við líði lengur í hinum siðmenntaða heimi. Hvað telst það annað en þrælahald sem menn eru beittir þegar kaup og leiga aflaheimilda er eins og hún er í dag. Sama hvor heldur menn kaupa eða leigja sér aflaheimildir er vonlaust að sjá sér og fjölskyldu sinni fyrir nauðþurftum. Þeir sem halda öðru fram ættu að læra betur á Exel forritið. Svona til glöggvunar er hér útreikningur á raunvirði aflaheimilda á þessu skjali. Þetta eru þeir fjármunir sem þjóðin á að fá til sín, ekki einhverjir rauðvínsþambarar sem misnota þjóðareignina gróflega.
Höldum upp á afmæli kvótakerfisins með því að leggja það af. Það skilar engu öðru en hörmungum, eyðingu og sölu á manntéttindum um það verður ekki deilt.
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Bjarni, Þeir eru örugglega margir milljarðarnir sem hafa fokið út um gluggana í glerhúsinu sem eiga rætur sínar að rekja úr sjávarútvegnum. Menn eru orðnir svo gírugir í þessu rugli að sumir hafa hótað og jafnvel flutt ef sveitarstjórnirnar fara ekki að þeirra kröfum um byggðarkvótaúthlutun.
Hallgrímur Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 17:49
Heill og sæll Halli, þetta er fín grein hjá þér þú klikkar ekki á því.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.2.2008 kl. 23:46
Sæll Simmi takk fyrir það.
Hallgrímur Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 23:52
Það er rosalegt stuð á þér þessa dagana Halli minn, "Thank God for that" eins og sagt er einhversstaðar....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.2.2008 kl. 03:14
Sæll Hafsteinn, þótt tíðarfarið sé slæmt er engin ástæða til að slaka á ekki satt?
Hallgrímur Guðmundsson, 10.2.2008 kl. 11:29
..það er satt, einhver verður að standa vaktina...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.2.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.