Boðaði Hannes Hólmsteinn mannréttindabrot?

Frétt á Dv.is

“Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf er enginn dómstóll, heldur getur óánægt fólk í aðildarríkjum samtakanna send henni erindi til umsagnar... Nýleg umsögn meiri hluta nefndarinnar um íslenska kvótakerfið sýnir, að hann hefur því miður ekki kynnt sér málið nógu vel.”

Þannig skrifar prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson um úrskurð mannréttindanefndar SÞ um íslenska kvótakerfið í Fréttablaðið þann 29. janúar sl.

Það er rétt að koma því á framfæri við Hannes Hólmstein að íslenska ríkið hélt uppi vörnum fyrir þetta réttláta kerfi, kynnti málstað sinn fyrir mannréttindanefndinni og því ekki við aðra að sakast en ríkið sjálft. Með því að halda uppi vörnum hafa stjórnvöld viðurkennt lögsögu mannréttindanefndarinnar í málinu enda eru Íslendingar aðilar að sáttmála SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Nefndin gaf íslenskum stjórnvöldum 180 daga til þess að greiða bætur og gera viðeigandi breytingar á kvótakerfinu sem Hannes telur svo sanngjarnt. Nú eru 124 dagar til stefnu.

Prófessorinn lýkur Fréttablaðsgrein sinni á því að segja að kvótakerfið hafi reynst Íslendingum vel, hvað sem líði umsögn meiri hluta mannréttindanefndarinnar í Genf. “Hann (úrskurðurinn) sýnir að við þurfum að kynna kerfið betur erlendis,” segir þar.

Það var og. Hannes Hólmsteinn fór um heiminn hér á árum áður til þess að boða þjóðum heims fagnaðarerindið um íslenska kvótakerfið. Prófessorinn var kostaður af Landssambandi íslenskra útvegsmanna og var ekki alltaf eins síns liðs. Er hann að biðja um meiri pening í ferðalög?

Hannes Hólmsteinn, sem fór um heiminn og hélt sig vera að boða fagnaðaerindi um ágæti íslenska kvótakerfisins, var í raun að boða allt annað en hann hélt. Ískaldur veruleikinn færir okkur heim sanninn um það nú að hann var að segja þjóðum heims hvernig brjóta megi mannréttindi á borgununum og hvernig koma megi í veg fyrir að fiskistofnar nái sér á strik. Því ekki verður um kvótakerfið sagt að það hafi leitt til vaxandi afraksturs af fiskistofnunum eins og til stóð.

Ef Hannes Hólmsteinn er sár og vill leggja í víking á ný og boða fagnaðarerindi í útlöndum um mannréttindabrot  og róttækan niðurskurð þorskveiða í kjölfar kvótakerfis er hann vinsamlega beðinn um að snúa sér til mannréttindanefndar LÍÚ"

Eitthvað hefur Hannes Hólmsteinn sjálfsagt við þetta að athuga. Ef Hannesi Hólm skortir skýringar, er sjálfsagt að benda honum á að hann getur ráðfæra sig við hinn kjölturakkann. Það þarf ekki að nafngreina þann varðhund.

Ég tek ofan fyrir Dv eftir góða umfjöllun í blaðinu í dag og einnig Dv.is fyrir góða pistla um þessi mál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

DV er með yfirburði finnst mér, varðandi hlutlausa umfjöllun um þessi mál. það er munur eða "bryggjufíflið", eins og Nilli kallar hann.

Þó á nú Moggi sína punkta og sérstaklega eins og síðasta árið eða svo finnst mér nokkur góð skrif.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð og skelegg grein, segir allt sem þarf að segja. Til hamingju Halli.

Jóhann Elíasson, 8.2.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála Hafsteinn DV er að standa sig frábærlega vel, einnig er mogginn góður. En hvernig var það sagðir þú ekki mogganum upp í æðiskasti fyrir ekki svo löngu síðan, eða var það einhver annar?

Jói þessi grein er mjög góð og segir allt það sem þarf að segja. Hún er ekki eftir mig, hún er eftir Jóhann Hauksson blaðamann á DV. Ég tók mér það leyfi að birta hana á minni síðu og vonandi verð ég ekki lögsóttur af Jóhanni fyrir          það......

Hallgrímur Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Jú Halli það passar, en ég sé hann nú samt. Var búinn að vera í sambúð með Mogga í einhver 35 ár....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það má ekki vera vondur við moggann, þetta er fínt blað og sérstaklega eftir að mogginn fór að skamma íhaldið.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband