Sviðin jörð eftir kvótann.
"Kvótakerfið skilur eftir sig sviðna jörð við strendur Íslands. Frá því að kerfið var sett á fyrir aldarfjórðungi hefur fólk flúið landsbyggðina vegna atvinnuleysis. Verðlausar fasteignir á verst stöddu svæðunum gera mörgum þó erfitt um vik að flytja.
Margir sjómenn sem keypt hafa sig inn í kvótakerfið hafa misst húsnæði og lýst sig gjaldþrota vegna skuldsetningar og hás aflaverðs. Nýliðun í sjávarútvegi er hverfandi og fiskvinnslan er deyjandi atvinnugrein. Í helgarblaði DV er rætt ítarlega um kvótakerfið og þær breytingar sem orðið hafa í íslenskum sjávarútvegi síðan kerfinu var komið á"
Helgi Áss Grétarsson heldur áfram að tala um að það sé nákvæmlega ekkert að og allir hlutir í stakasta lagi sjá hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Athugasemdir
Það er afar sorglegt að þurfa að viðurkenna að stjórnendur landsins okkar skuli hafa svona beinan ásetning um að eyðileggja möguleika landsbyggðarinnar til lífvænlegrar afkomu. En því miður virðist slíkt orðið augljóst. Það er líka afar sorglegt þegar ungir menn selja sálu sína á sama veg og augljóst virðist með Helga Áss.
Guðbjörn Jónsson, 8.2.2008 kl. 10:41
Á þetta ekki að vera "vegna skuldsetningar og hás kvótaverðs" í tilvitnuninni hjá þér Halli?
Það getur vel verið að Helgi þessi sé góður skákmaður og mögulega er hann nothæfur lögmaður líka, það bara kemur ekkert fram um það meðan hann bullar bara eftir pöntun frá þeim sem sjá fyrir honum, en það er rétt, sorglegt er það Guðbjörn.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 10:55
Oft dettur manni í hug að LÍÚ og þeirra "taglhnýtingar" séu á sterkum lyfjum og bryðji þau eins og smartís.
Jóhann Elíasson, 8.2.2008 kl. 11:17
Sammála strákar, Hafsteinn ég lagaði tilvitnunina...
Hallgrímur Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 11:19
Þegar maður eins og Helgi "Ass byrjar grein á þvælu er ekki von til þess að framhaldið sé buðugt" "Þegar aflabrestur varð í þorskveiðum á árunum 1982-1983 sem og umtalsverður taprekstur í fiskveiðum náðist samstaða á meðal hagsmunaðila og stjórnvalda um að taka upp breytta stjórn botnfiskveiða fyrir árið 1984."
Það var enginn aflabrestur. En ef menn vilja endilega kalla 388 þúsund tonn 1982 og 300 þúsund tonn 1983 aflabrest. Hvað kalla menn þá 130 þúsund tonn eftir þrotlausa uppbyggingu í 25 ár? ... besta kerfi í heimi?
Atli Hermannsson., 8.2.2008 kl. 13:44
Alveg hárrétt Atli, þetta er gott dæmi hjá þér sem þú tekur þarna varðandi LÍÚ dindilinn, "Ass" þennan.
Ég var nú formaður í útvegsmannafélagi þegar þessi andskotans hörmung var látin yfir okkur ganga og það var sko engin samstaða um það. Flestir kyngdu þessu samt, eða voru yfirbugaðir, sem skammtímalausn, til að byggja upp og við vitum framhaldið.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.