fim. 7.2.2008
Sumir eru á kafi í ruglinu og algjörri afneitun.
Þetta las ég á síðunni hjá Gesti Guðjónssyni "Kvótakerfið hefur valdið byltingu í afkomu sjávarútvegsins og má með réttu fullyrða að það er ein mikilvægasta forsenda þeirra efnahagsframfara sem einkennt hafa undanfarin ár, þótt ég telji að heimildin til veðsetningar kvótans hafi verið mikil mistök hjá krötum og íhaldinu árið 1991. Í framhaldið af þeirri ákvörðun hækkaði verðið á kvótanum ótæpilega og fjöldi manns fór út úr greininni með fúlgur fjár. Ég er sannfærður um að það er það sem er enn að skapa ósætti um kerfið í dag. Hið frjálsa framsal eitt og sér eru smámunir í því sambandi, en það er samspil framsalsins og kvótaveðsetningarinnar sem skapar ósættið"
Ekki veit ég í hvaða veröld Gestur er þegar hann talar um að kvótakerfið hafi valdið byltingu í afkomu sjávarútvegsins. Og síðan skautar hann endanlega út með því að bendla kvótakerfinu við þvílíkar efnahagsframfarir sem einkennt hafa undanfarin ár.
Á hverju skal byrja, af nógu er að taka? Afkomu undrið er ekkert svo flókið, skuldir sjávarútvegsins eru komnar vel á fjórðahundrað milljarða meðan útflutningstekjurnar eru ekki nema 77 milljarðar. Þvílíkt undur og bylting í afkomu, það þarf ekki nema 8 ára gamalt barn til að sjá það að sjávarútvegurinn er gjaldþrota. Fyrir daga kvótakerfisins voru skuldirnar minni en útflutningstekjurnar. Raunverulegur hagnaður í greininni er ekki til.
Hverjar eru svo efnahagsframfarirnar? Gengið er á frjálsu flugi bæði upp og niður, skuldir heimilanna hafa fyrir löngu síðan slegið öll heimsmet sem hægt er að slá ( heimsmet sem enginn vil eiga ) Vanskil og gjaldþrot bæði heimila og fyrirtækja í mjög svo vafasömum hæðum sem fáir vilja státa af. Fjármálaheimurinn á Íslandi ein rjúkandi rúst, fyrirtæki og einstaklingar eru að tapa gríðarlegum fjármunum. Í stuttu máli eru efnahagsframfarirnar spár og væntingar sem ekki hafa gengið eftir.
Lífsgæðin sem mörgum er svo kært að tala um eiga ekki við nema nokkra útvalda, stór hluti almennings í þessu landi hefur það mjög skítt og margir lifa við það sem kölluð eru fátæktarmörk og jafnvel vel undir þeim. Þetta má kannski kalla efnahagsundur eða framfarir.
Eitthvað rofar til hjá Gesti eins og sést í blálitaða textanum og fær hann ekkert nema góð orð frá mér um það. En menn mættu aðeins vanda sig betur áður en þeim dettur sú della í hug að þakka kvótakerfinu um góða hluti, þar einfaldlega eiga menn að vita betur.
Góðar stundir.
Guðni: Verðum að taka á kvótamálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er hann ekki bara framsóknarmaður í afneitun Halli, leitandi leiða til að snúa við í ánni? En það er ekki ástæða til að vanmeta það nema síður sé, ef það er raunverulegur viðsnúningur á þeim bænum, ætti það að verða bæði þeim og öðrum til góðs.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 08:53
Við skulu rétt vona það Hafsteinn að rétt sé, Guðni snéri við og er það vel. Ef hinir fylgja heilshugar á eftir er það mikið heillaspor fyrir framsókn. Eins og fram kemur í færslunni er Gesti ekki allsvarnað og eitthvað sér hann sem betur mætti fara. En það vekur samt furðu mína að þeir framsóknar menn hafi ekki áttað sig fyrr. Þurfa flokkarnir virkilega að vera nánast útdauðir svo þeir átti sig á eigin skítverkum.
Hallgrímur Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 09:11
Hann Halldór Ásgrímsson og hans fjölskyldu-kvótgengi er nú ennþá í þessum flokki, ekki gleyma því. Á nú eftir að koma í ljós hver viðsnúningurinn er og er ekki Lómatjarnarkerlingin þín þarna ennþá, einhver vindur trúi ég að sé í pilsunum þar???
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 09:19
Sko Hafsteinn þótt pabbi hafi verið svo mikill framsóknarmaður að hann bar Tímann út frítt á Hornafirði á sínum tíma þá slapp ég algjörlega við það að fá framsóknarsóttina... Ég bara bið þig um að kenna mig ekki við Lómatjarnartröllið. Um mig læðist hrollur, ætli konan hafi lækkað á kyndingunni eitthvað veldur???
Hallgrímur Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 09:30
....já svo þú slappst, ég gerði það ekki. Minn gamli var og er svona, eins og inngróin tánögl hjá þeim, svo það var erfitt að sleppa alveg, en svo fullorðnast sumir....
Nei ég vil ekkert kenna þig við hana, nema hún er jú þingmaðurinn þinn, eða einn af þeim og hefur nú ekki skemmt fyrir kvótakerfi andskotans?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.