Gæslan og gæðingarnir.

Ég var að lesa þetta á visir.is þarna er ég sammála Bergþóri Gunnlaugssyni þetta er þörf umræða ogÞyrla  það verður að taka á þessu. Erum við sjómenn virkilega ekki meira virði en þetta? Getur það einnig talist eðlilegt að gæslan sé í umferðareftirliti á þyrlunum? Það eru til önnur fyrirtæki sem gera út þyrlur með margfalt minni kostnaði sem má nota í umferðareftirlitið. Í hvað er þetta þjóðfélag að breytast?

Fjármálafyrirtækin Heldur fólk virkilega að þjóðin geti lifað á hlutabréfum, ef fólk virkilega heldur það þá er þeim sem þetta lesa hollt að skoða þennan hlekk? Og ég skora á fólk að skoða hver þróunin hefur verið frá áramótum. Það hljóta andskoti margir að vera með drullu þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

"Eitt sinn voru sjómenn töff, nú eru þeir lúserar sem gátu ekki lært.  Í stað þeirra eru komnir menn í jakkafötum sem leika sér með tölur"  Ég er einfaldlega enn á þeirri skoðun að sjómenn eru töff. Sjómenn vinna við aðstæður sem erfitt er að lýsa í nokkrum orðum, en fólk hefur nokkurn grun um hvernig þetta starf er. Reyndar á ég son sem er sjómaður og þér að segja er ég nokkuð sáttur við það. Mikið frekar vildi ég að börnin mín veldu sjóinn fram yfir það að starfa sem spámenn í galtómum jakkafötum á skrifstofukompu.

Hvernig ætli launin væru á skrifstofunni, verslun eða hvar sem er í landi ef fólkið þyrfti að borga sjálft fyrir alla flutninga á sínum vinnustað og síðan yrði dregin af þeim 30% í olíu og bensínkostnað fyrirtækisins? Gaman þætti mér að sjá framan í þann starfsmann. Einnig væri mjög spennandi að sjá hvað talið yrði upp í mörgum liðum brotin sem framin væru á þessu fólki.

Annars takk fyrir gott komment Fullur.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Erann fullur...eða í jakkafötum Halli?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.2.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég veit það ekki Hafsteinn, en vonandi er hann eitthvað í líkingu við myndina, sem sagt svona orginal vitleysingur eins og ég og fleiri sem ég þekki...

Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband