Guðni Ágústsson vill breyta kvótakerfinu.

Fréttir í útvarpinu í dag."Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, er ekki í vafa um að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska kvótakerfið kalli á breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og telur að opna þurfi kvótakerfið að einhverju leyti.

Hann kvaddi sér hljóðs um störf þingsins á Alþingi í dag og vildi fá að vita hvort ríkisstjórnin ætlaði sér eitthvað að aðhafast vegna álits mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og hvort þingið ætti ekkert að hafa um þá vinnu að segja.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið bryti í bága við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, sagði álitið til skoðunar í Sjávarútvegsráðuneytinu. Það væri hins vegar flókið enda fáar vísbendingar um það hvernig breyta ætti kvótakerfinu. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslyndra, spurði hins vegar um afstöðu Guðna til málsins í ljósi þess að þingmenn Frjálslyndra og vinstri grænna hafa lagt fram tillögu um að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt í samræmi við niðurstöðu mannréttindanefndarinnar.

Guðni Ágústsson sagði ljóst að stjórnarflokkarnir ætluðu ekkert að gera í málinu. Hann útskýrði ekki frekar hvernig ætti að opna kvótakerfið eða breyta lögum um stjórn fiskveiða"

Þetta vita allir það þarf að breyta kerfinu. En eitthvað virðist þetta standa í sjálfstæðismönnum ef marka má orð Arnbjarga Sveinsdóttir. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós fyrir hvað sjálfstæðisflokkurinn stendur. Þegar meira að segja framsóknarflokkurinn er búinn að átta sig á því að þetta kerfi er brot á mannréttindum, og hefur ekki á nokkurn hátt skilað því sem til var ætlast er fokið í flest skjól fyrir þetta handónýta kerfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er athyglisvert að Moggi er ekkert að velta sér mikið uppúr þessari frétt...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.2.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er það nokkuð svo merkilegt, sjöllunum er að verða helvíti hált á þessu. Hrokinn á sér lítil mörk ef marka má viðbrögð Arnbjargar. Það verður meiri flugeldasýningin þegar þetta molnar í höndunum á þeim...

Hallgrímur Guðmundsson, 5.2.2008 kl. 18:56

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það var nú ekki mjög bitastætt það sem frá Guðna kom í Kastljósinu áðan. LÍjúgarinn var bara sjálfum sér samkvæmur og telur kerfið afar gagnlegt fyrir útveginn. Sé nú ekki í fljótu bragði að Guðni sé með neitt uppí erminni og staðan mjög erfið fyrir mann sem búinn er að verja skepnuskapinn til fjölda ára.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.2.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður þó að segja Guðna það til ágætis að hann er búinn að átta sig á vitleysunni, betra sein en aldrei.. Reyndar hélt ég að framsóknarmönnum yrði ég aldrei sammála, en eins og einhver sagði lífið er fullt að surprises. Og er þetta einmitt eitt slíkt. Um hinn töffarann á ég til fullt af orðum, en gætum kurteisi það er hverjum hollt..... Mikið helv... var þetta erfið setning maður...

Hallgrímur Guðmundsson, 5.2.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Hallgrímur já mér fannst Guðni standa sig vel í kvöld í Kastljósinu, alla vega getum við sagt batnandi mönnum er best að lifa. En mikið andskoti ertu orðin orðvar haha

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.2.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Arnbjörg Sveinsdóttir kvartaði yfir því að það væri alltaf verið að ráðast á sjávarútveginn!

Það er nokkuð ljóst hver andinn í Sjöllunum verður þegar / ef Alþingi leggur í að taka þetta mál til umfjöllunar.

En nú reynir fyrst á Samfylkinguna og ég er ekki bjartsýnn.

Árni Gunnarsson, 5.2.2008 kl. 23:43

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Simmi ég er alveg sammála þér Guðni var bara nokkuð góður í Kastljósinu. Ég fór og mældi mig eftir þessa setningu þarna í kvöld og þá lá svarið nokkuð ljóst fyrir 41,2 gráður, þannig að þetta með kurteisi verður að teljast óábyrgt. Árni ég er ekki svo viss miða við þessa færslu hjá Kalla Matt er alveg hægt að búast við einhverjum vitlegu verkum af þeim bænum, gefum honum í það minnsta smá tækifæri. Það var ekki við öðru að búast frá Arnbjörgu hún er svo gjörsamlega staurblind og heyrnarlaus að það væri þjóðráð að gefa henni blindrastaf og heyrnartæki, ef það er þá ekki orðið of seint haus sem lamið er svona oft í stein eins og hennar hlýtur á endanum að gjöreyðileggjast.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 00:10

8 Smámynd: Albert Þór Jónsson

Væri alveg til í að borga rikinu fyrir kvótann sem ég leigi. Það væri þá hægt að lækka skatta umtalvert og jafnvel hægt að hafa fritt heilbrigðiskerfi. Þá mundu þeir njóta þess sem eiga kvótann samkvæmt stjórnarskra. Þú sérð nú bara þá sem sýsla með þetta í dag þeim er skitsama um fólk menn hafa lagt heilu byggðirnar í rúst vegna gróðarsjónarmiða það er eitthvað sem fólk vill ekki lifa við.

Albert Þór Jónsson, 6.2.2008 kl. 00:56

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hallgrímur.

Loksins, loksins, kemur formaður Framsóknarflokks fram til varnar byggðum lands og mannréttindum þegnanna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 01:07

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Berti og takk fyrir gott spjall um daginn. Hóflegt gjald til samfélagsins er eitthvað sem manni hugnast mun betur en þetta brjálæði sem er í gangi í dag. Þeir sem ráðskast með sameign þjóðarinnar í dag eru alveg búnir að sanna það fyrir þjóðinni fyrir hvað þeir standa. Þeim er skítsama um allt nema sitt eigið rassgat punktur.

Eitt vekur alltaf jafn mikla furðu hjá mér og það er til dæmis eins og kom fram í Kastljósinu í kvöld þegar yfirskoffín Líú byrjaði að jarma eins og mæðuveik rolla með riðu á síðustu metrunum um hagkvæman sjávarútveg. Hver andskotinn er að fjölmiðlamönnum að sleppa því að láta mann garminn svara spurningum um hagkvæmnina frekar en komast upp með svona rænulausa þvælu.

Skuldir sjávarútvegsins hækka um marga milljarða ef ekki miljarða tugi á hverju ári. Er það hagkvæmt? Yfirskoffínið situr ljúgandi fyrir framan alþjóð og kemst upp með þessa andskotans þvælu óáreittur eins og þetta skipti ekki nokkru máli. Fjölmiðlafólk verður að fara að setja sig inn í þessi mál, að öðrum kosti verður þessi umræða aldrei neitt annað en stjarnfræðilegt rugl.

Sæl Guðrún, það má með sanni segja að Guðni kom á óvart núna. Gleymum því ekki að Halldór forveri Guðna er aðal höfundurinn af þessu kerfi, þannig að svo sannarlega er þetta óvænt.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 02:05

11 Smámynd: Albert Þór Jónsson

Sömuleiðis Halli. Það er ekki kvótkerfinu að þakka að sjavarútvegurinn sé arðbær eins og yfirskoffínið vildi halda fram.  Er það kannski þess vegna sem er verið að seygja fólki upp í umvörpum? Það er hins vegar þeir sem hafa átt kvóta lengi og eru ekki skuldsettir upp í topp sem geta kallað þetta arðbært. mjög fá fyrirtæki. það Það er ekki kvótaverði að þakka heldur hækkandi matvælaverð í heiminum sem gerir það. Yfirskoffínið var eins og blind móðir á óþekkt barn í kastljósinu Hvernig er það með Össur? Hann talaði um að gefa ýsu og steinbít frjálsan en það er ekkert að marka það því það var fyrir kosningar.

Albert Þór Jónsson, 6.2.2008 kl. 03:02

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Albert, hver segir að sjávarútvegurinn sé arðbær eins og hann er rekinn í dag?  Það hefur enginn vogað sér að halda því fram annar en framkvæmdastjóri LÍÚ og hann veit að hann fer þar með rangt mál.  Því miður virðist það vera svo að Samfylkingin sé gengin í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum með að verja þá vitleysu sem kvótakerfið er, það er bara eitt af baráttumálum Samfylkingarinnar, sem var "fórnað" til að komast í ríkisstjórn.  Eins og Halli benti á þá er lítil von um breytingu á vitleysunni þegar Alþingi fjallar um álit mannréttindanefndarinnar.

Jóhann Elíasson, 6.2.2008 kl. 10:26

13 Smámynd: Albert Þór Jónsson

Jóhann þetta kallast kalthæðni

Albert Þór Jónsson, 6.2.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband