þri. 5.2.2008
Kvótakerfið eins og geldur akfeitur grís.
Það má með sanni segja að hugmyndafræðin á bak við kvótakerfið sé mjög vafasöm svo vægt sé til orða tekið. Reiknilíkanið ( kvótakerfið ) hefur ekki skilað 1% af þeim hugmyndum sem lagt var á stað með. Það tók reiknimeistarana ekki mörg á að gera þessa frumhugmynd af einum þeim stærsta sýklapolli sem fyrir finnst í hinum vestræna heimi.
Árangurinn lætur ekki á sér standa, í þessu kerfi eru þrjár tegundir manna, kengbeygðir þrælar, fjarstýrðir þrælar og svo þrælahöfðingjarnir. Kengbeygðu þrælarnir eru leiguliðarnir og þeir sem tekið hafa lán fyrir aflaheimildum sem ekki nokkur leið er að sjá fyrir endann á. Fjarstýrðu þrælarnir eru skipstjórar stórútgerðarinnar sem sendir eru með innkaupalista á sjó og veiðarnar skulu stjórnast eftir listanum. Þrælahöfðingjarnir eru þeir sem ráðskast með sameign þjóðarinnar ( kvótann ) þeim mætti einna helst líkja hroðalegustu einræðisherra sem þekktir eru á okkar tímum.
Tilraunarkerfinu ( kvótakerfinu ) má síðan líkja við nautheimskan, sauðþráan akfeitan geldan grís. Samlíkingin er við hæfi þar sem áðurlýst fyrirbrigði tekur ekki nokkrum skynsamlegum rökum, fyrirbrigðið er einnig með öllu ónothæft til nokkurra nytsamlegra hluta og safnar einungis meiri viðbjóði utan á sig. Þarna er ekki hægt að tala um að svínið sjá fólkinu fyrir fæðu, það tekur fæðuna frá fólki sem sést best á þróun landsbyggðarinnar. Steingelda kvikindið er einnig algjörlega óhæft með öllu að fjölga nokkrum hlut, sem aftur sést best á því hver þróunin er í úthlutuðum aflaheimildum í meðal annars þorski og loðnu.
Hvernig stendur á því að allar ályktanir sem lagðar hafa verið fram um þessi mál eru falda ofan í læstri skúffu? Það er krafa fólksins á landsbyggðinni sem er að missa allt sitt að þessi mál verða tekin til endurskoðunar. Eru stjórnvöld virkilega að bíða eftir allsherjar uppreisn? Íslendingar eru ekki þekktir fyrir slíkt háttarlag en það hlýtur að koma að þeirri stundu að fólkið fær nóg af valdníðslu og yfirgangi sem leiðir til uppreisnar, það er alþekkt víða erlendis og þarf engum að koma á óvart. Allt hefur sín takmörk.
Góðar stundir.
Telja kvótakerfið getulaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.