lau. 2.2.2008
Davíð hvað? Nýr hershöfðingi tekinn við.
Arnbjörg Sveinsdóttir gagnrýnd í Morgunblaðinu
Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins er sökuð um að beita þingmenn flokksins hörðu varðandi ræðutíma þeirra á Alþingi. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag kemur fram að hún sé einnig með ríkar skoðanir á því hvaða mál þingmenn flokksins eigi yfirleitt að tjá sig um.
Þá segir að mikillar óánægju gæti meðal margra þingmanna flokksins með stjórnunarhætti Arnbjargar, þeir kveinki sér undan henni.
Það verður að teljast viðburður þegar Morgunblaðið gagnrýnir þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins svo ákveðið, eins og höfundur Staksteina gerir í dag.
Ekki er ólíklegt að málið hafi borið á góma á opnum fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í morgun, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður flokksins var aðalræðumaður. Heimildir:visir.is
Lýðurinn skal segja það ég vil, annars farið þið í skammakrókinn. Þarna er sjöllunum rétt lýst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún er nú Halli, afar ólíkleg þessi til að verða einhver hershöfðingi, það verð ég að segja, held það vanti allt til þess, veit ekki með frekjuna, en allt annað finnst mér skorta sem þarf í hershöfðingja...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.2.2008 kl. 14:48
Hún heldur það sjálf, er það ekki nokkuð ljóst? Það vantar ekkert upp á frekjuna það er líka ljóst, hún geislar af henni.
Hallgrímur Guðmundsson, 4.2.2008 kl. 17:22
Ha,ha...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.2.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.