Benítez viss um Evrópusæti...

Auðvitað er karlinn viss um hvað sem er. Bjuggust menn virkilega við því að hann segði eitthvaðBenítes drjúgur með sig annað? Eitthvað er stórkostulega mikið að hjá Liverpool, hvort það snúi að Benítez eða eigendunum veit ég ekki, en leikmennirnir hafa engar afsakanir fyrir hroðalegu áhugaleysi fyrir vinnunni sinni. Það er orðið pínlegt að horfa á leiki með mínum mönnum, enda missi ég af mörgum leikjum það sem tímanum er einfaldlega betur varið í eitthvað allt annað...Wink
mbl.is Benítez viss um Evrópusæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það var pínlegt að horfa á þína menn í þessum leik Halli. En ekki vantaði það að kallin stóð öskrandi á línunni í 60 mínútur, en það bara skilaði engu, þeir voru drullulélegir. Sá einhversstaðar haft eftir kallinum að þeir hefðu vaðið í færum en nýtt þau illa. Var að velta fyrir mér hvort við hefðum þá ekki verið staddir á sama leiknum, ég og Benitez?

Það var hálf ræfilslegt upplitið á Púllurum í hópnum eftir leikinn og það voru ekki nema þeir alhörðustu sem töluðu um dómaraskandal og óheppni,en flestir sáu þetta með einhverjum allt öðrum augum en Benitez....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.2.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Því miður félagi þá er þessi árangur félagsins farinn að flokkast undir hneisu. En ég held mig við gamla ungmennafélagsandann og segi, það gengur bara betur næst.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.2.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband