Er einhver hamingja til á Íslandi?

Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér og niðurstöður þeirra pælinga eru jafn margar og pælingarnar. Sumir segjast vera svo vaðandi hamingjusamir að manni verður nánast óglatt við lýsingarnar, því þegar ég spyr um ástæður fyrir allri gleðinni er svarið, af því bara og yppa öxlum. Já hamingjan er sem sagt af því bara, þvílík svör.

Stundum veltir maður því fyrir sér hvað gerðist fyrir þessa annars ágætu menn, og á ég þá við margaPáfagaukur alþingismenn. Sko þegar ég hitti þessa páfagauka í miðri kosningabaráttu virka þessir gaukar ágætlega, með frábæran talanda og virka einnig sem þokkalega hugsandi og skarpir menn. Síðan þegar á þing er komið er hreint eins öllu hafi verðið þrykkt út úr hausnum á þeim með loftpressu. Hjörðin ráfar um þingsalinn með þvílíku sólheimaglotti eftir hverja fávitaræðuna á eftir annarri að hverju vitleysingarhæli væri sómi af samstöðu vistmannanna.

Það hlýtur að vera ríkjandi almenn hamingja meðal vistmanna alþingis (........) hvernig svo sem það má vera. Getur í alvöru verið ríkjandi hamingja á stofnun ( alþingi ) sem er með margt gjörsamlega  niður um sig, og hver er þá ástæðan? Ýmislegt kemur til greina, svo sem handónýtt bakkelsi með kaffinu, blow Job í ræðustól, gleðipillur blandaðar saman við hádegismatinn og margt annað kemur til greina. Þar er hamingjan fundin gott fólk.


mbl.is Hamingju leitað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fimm stjörnur Hallgrímur.

Alþingismenn =Vistmenn á stofnun við Austurvöll sem heitir Alþingi!!!!

Árni Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband