Fær stöðu grunaðs manns fyrir að flaka 42 kg af ýsu!!!

Úr frétt á vísir.is

Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Höfrungi BA frá Bíldudal, hefur hefur fengið stöðu grunaðs manns fyrirÝsa á leið til flökunar að hafa flakað 42 kíló af ýsu án þess að hafa leyfi til fiskvinnslu.

Jón segist hafa handflakað fiskinn til eigin nota og handa sínum nánustu en selt afganginn, nokkur kíló, sem einskonar handverk, líkt og fólk bakar kleinur og tertur í heimahúsum til sölu í handverkshúsum. Heimildir Vísir.is

Mikill er máttur löggjafans, ráðist er á lítilmagann með hörku og dreginn fyrir dómstóla. Hver er svo glæpurinn, er á ferðinni þarna stórglæpamaður sem telst hættulegur sameiginlegri auðlynd allra landsmanna? Hvað varð um þann rétt okkar til að taka okkur í soðið, er ekki verið að ráðast á öfugan enda í þessari vitleysu allri sem þetta svo kallaða besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi er orðið?

Ef þetta er glæpur, hvernig vilja menn þá skilgreina það sem er í gangi með flottrollsveiðum Íslendinga, og þann fisk sem kemur í land og er mokað í bræðslu án þess að það sé dregið af kvóta stórútgerðanna. Þessum fiski er jafnvel keyrt í refafóðursverksmiðju í tugum tonna og nánast ekkert kvótafrádrag. Höfum við lesið fréttir um að einhverjir skipstjórar og útgerðarmenn stórútgerðanna séu dregnir fyrir dóm út að þeim málum? Hvað með þann glæp sem framinn er í lífríkinu þegar flottrollin eru dregin sólahringum saman um fiskimiðin með tilheyrandi seiðadrápi? Þarna skal þöggunin gilda eins og í svo mörgu þegar um raunverulega glæpi er að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hélst þú Halli, uppá afmælið í gær, dróst fána að hún og slóst undir tertu...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég veit svo sem ekki hvort ég á að þora að játa glæp hérna á síðunni Halli, en sennilega er ég heppinn að hafa ekki fengið stöðu grunaðs manns nokkrum sinnum......Ég hef nefnilega látið mig hafa það að kaupa stundum uppí 150kg af ýsu á uppboðinu og slegið upp flökunaraðstöðu. Heppinn að vera ekki kominn í grjótið...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll félagi, nei ég hélt ekki upp á afmælið yfirstrumpnum, enda er ég ekkert sérlega hrifinn að svona uppapartíum... Djö.... væri maður með langan dóm á sér ef dæma ætti eftir magni sem maður hefur flakað maður. Og allt framkvæmt á óviðurkenndum svæðum, sem sagt enginn montstimpill á helv.... spýtunum sem maður hefur notað... Þetta er náttúrulega lýsandi dæmi um vinnubrögðin, og nú held ég að best sé að stoppa áður en sparikjafturinn á mér fer að tjá sig...

Hallgrímur Guðmundsson, 18.1.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.1.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Verða menn ekki að senda útskrift hver fyrir sig í ráðuneytið, en talandi um aðstöðu, hvar gera ráðuneytisstjórar og aðrir ráðherrar að laxinum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.1.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það hlýtur að vera gert í viðurkenndri fiskvinnslu geri ég ráð fyrir Högni... Ekki förum við að halda því fram að þessir höfðingjar gerist brotlegir við hin heilögu lög sem þeir smíða sjálfir... Eins og allir vita eru löglegar vinnslur í hrönnum við hvern veiðistað í hverri á, eða er það ekki?

Hallgrímur Guðmundsson, 19.1.2008 kl. 01:03

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Júbb

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.1.2008 kl. 12:36

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannast einhver við máltækið  "að flaka ýsur"? 

 Í síðasta þætti var spurt um mátækið "að draga ýsur" og bárust svör úr öllum fjórðungum um að það merkti að dotta, að dotta. 

ennfermur var spurt um máltækið "að flaka ýsur" "að flaka ýsur" og barst þættinum svar af sunnanverðum Vestfjörðum um að það þýddi að komast í kast við lögin, að komast í kast við lögin.   Ekki var næg þátttaka til að þetta teljist markverð niðurstaða og vil ég því endurtaka spurningu mína til hlustenda:  Kannast einhver við máltækið  "að flaka ýsur"?

Sigurður Þórðarson, 20.1.2008 kl. 01:42

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mér lýst svona ljómandi vel á, að komast í kast við lögin. Það fær mitt atkvæði, djö.... eru þið góðir..

Hallgrímur Guðmundsson, 20.1.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband