fim. 17.1.2008
Er farið að bera á klofningi innan veggja Hafró?
Unnur viðurkennir það sem við höfum alltaf sagt í viðtali í síðdegisútvarpinu í gær
Unnur Skúladóttir viðurkennir í þessu viðtali að gríðarlegt magn af þorski hafi étið upp Rækjustofninn fyrir Norðurlandi. Hún segir einnig mikið magn að þorski sé líklega enn fyrir Norðan.
Eru þetta einhverjar fréttir fyrir okkur skipstjórnarmenn, sem hafa það orðið að aðalatvinnu að forðast þorskinn? Hvaða skilaboð er Unnur að senda frá sér? Er þetta neyðarhróp um hjálp við að fletta ofan af vinnubrögðum Hafró? Það skyldi þó ekki vera að sumir innan veggja Hafró séu búnir að fá sig fullsadda af vinnubrögðunum sem þar eru viðhöfð?
Það hefur verið bent á þetta í mörg ár, að niðurstöður Hafró séu ekki í neinum takti við það sem er í gangi á miðunum. Á einhvern óskiljanlegan hátt er það hunsað, frekar en hlusta á okkur erum við skipstjórar kallaðir hinum ýmsu nöfnum sem okkar tungumál hefur að geyma af yfirmönnum Hafró, og þeim undirmönnum sem mega tjá sig í þessari stofnun.
Hvað segir það okkur, er menntahrokinn meira virði en blákalda staðreyndir sem við bendum á, er það einskis virði sú sérþekking sem við höfum á lífríki hafsins eftir margra ára og áratuga reynslu af veru okkar í beinu sambandi við náttúruna nánast daglega allan ársins hring? Hvað myndi læknir til dæmis kallast eftir stanslausa menntun í til dæmis 20 ár? Hann væri sérhæfður í sínu fagi ekki satt? Við skipstjórar erum sérhæfðir í lífríki hafsins og erum í stöðugu sambandi við þennan undraheim, sem er síbreytilegur og kemur stöðugt á óvart. Það er til dæmis eitt af því sem gerir þetta starf svo spennandi og á margan hátt skemmtilegt.
Hvort skyldi vera betra, nákvæmara og trúlegra, Skipstjóri sem starfað hefur í beinum tengslum við viðfangsefnið árum og áratugum saman, eða fiskifræðingur sem kemur sárasjaldan á sjó og er þar af leiðandi ekki í neinum tengslum við hinar margbreytilegu náttúru, og umbreytir síðan vanþekkingu sinni í tölvuforritum á upphitaðri skrifstofu yfir í sérþekkingu? Ég tek ofan fyrir Unni Skúladóttir og vona að hún klári það sem hún er byrjuð á, það er að viðurkenna mistök Hafró í fyrri mælingum sem leiðir af sér ófyrirséðar hörmungar í nánustu framtíð.
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög athyglisvert Hallgrímur.
Það væri betur að hér væri vísir að breytingum þarna á bæ.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.1.2008 kl. 00:33
Þetta með samlíkinguna við lækninn og botnlangann er ansi góð líka. þetta er nefnilega mjög sambærilegt að mínu viti.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.