Mannréttindi brotin víðar en í sjávarútvegi.

Er skylduáskrift af RUV ekki meðal annars rökstudd með því að RUV sé öryggismiðill? Hvernig má þaðTréketilsvík vera að öryggismiðill þessa fólks og sjófarenda sé í svona ásigkomulagi? Bera stjórnvöld akkúrat enga ábyrgð og virðingu fyrir því sem er að gerast fyrir utan dyrnar á Alþingishúsinu og snertir afkomu og öryggi fólks á landsbyggðinni?

Úr fréttinni "Til marks um það hve afskiptur hreppurinn hefur verið í fjarskiptamálum þá er símalínukvóti hreppsins fullur og því geta til dæmis sumarbústaðaeigendur ekki fengið síma, hvað þá nýir íbúar, auk þess sem ekkert GSM-samband er á svæðinu.

Enn bólar ekkert á framkvæmdum tillagna nefndar sem skipuð var af Byggðastofnun árið 2004 til verndunar búsetu og menningarlandslags í hreppnum, í framhaldi af þingsályktunartillögu frá árinu 2001 sem lögð var fram af þingmönnum Vestfirðinga, undir forystu Einars K. Guðfinnssonar. Tillagan var samþykkt samhljóða á Alþingi vorið 2003".

Í dag er komið árið 2008 og eyðingarstefna ríkisstjórnar Íslands endurspeglast orðið um alla landsbyggðina. Eina úrræðið sem komið hefur frá stjórnvöldum er að bjóða fólki peningastyrk til þess að flytja eitthvað annað, hvert á fólkið að fara?

Til Reykjavíkur og auka enn frekar á þensluna á því svæði, er hún ekki næg fyrir? Er það ekki staðreynd að leitað er logandi ljósi eftir úrbótum á því svæði vegna handstýrðrar þenslu? Hvernig dettur nokkrum í hug að ef landsbyggðin er flutt með aðstoð stjórnvala til höfuðborgarsvæðisins, að það sé hægt að tryggja þar öllum atvinnu, og það leysi tilbúið handstýrt vandamál stjórnvalda í byggðarmálum þessa lands?


mbl.is Fjarskiptamál í ólestri í Árneshreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband