Það er raunhæft að bylta kvótakerfinu, annað er óábyrgt.

Einar K Guðfinnsson segir í FRÉTTINNI að gjörbylting hafi í för með sér hina fullkomnuUppskipun afla röskun. Hin nánast fullkomna byggðarröskun er í gangi með því kerfi sem notast er við í dag, er einhver sem ekki er sammála því?

Helgi Áss Grétarsson segir í þessari frétt " Það þýðir að þeir sem hafa keypt sig inn í greinina eða hafa átt viðskipti með kvóta á grundvelli þessa lagaskipulags eiga eignarrétt"  Þrátt fyrir að í lögum um stjórn fiskveiða standi þetta. I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Væri ekki ráð fyrir löglærða menn eins og til dæmis Helga Áss að lesa lögin um stjórn fiskveiða og túlka þau eins og þau eru? Annað er óábyrgt.

Ragnar Árnason prófessor í hagfræði segir í þessari frétt kvótakerfið forsendu mikillar hagkvæmni í Íslenskum sjávarútvegi. Við afnám kvótakerfisins munum við tapa tugum milljarða á hverju ári, einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum gegnum allt hagkerfið. Mikill er máttur hagfræðimenntunar að geta hent svona fram án rökstuðnings.

Staðreynd hagkvæmninnar er einföld, hún er upploginn með óraunhæfri verðlagningu aflaheimildaSkuldir sjávarútvegsins og böðulslegri verðlagningu leigukvóta. Reyndar er það staðreynd að bankakerfið sagði stopp síðastliðið haust vegna óraunhæfrar verðlagningar. Í dag eru menn að rembast við að bakreikna vitleysuna með lágmarksskaða.

Hver er hin raunverulega staða? Það má sjá hér til hliðar. Hagfræði prófessorinn er sjálfsagt tilbúinn með útreikninga á því hvernig sjávarútvegurinn komi til með að borga þessar skuldir. Ekki er neitt sem bendir til að skuldasöfnunin fari minnkandi, nægir að nefna þróun olíuverðs í þeim efnum.

Hver eru síðan raunveruleg verðmæti úthlutaðra aflaheimilda. Þegar það er reiknað út verður að styðjast við arðsemi sjá í þessu xls, annað er upplogin þvæla sem stenst enga skoðun. Menn verða að vera á jörðinni, lygin virkar ekki til frambúðar, hún kallar bara á eitt, áframhaldandi skuldasöfnun sem leiðir sjávarútveginn í enn og stærra gjaldþrot. Að gera ekki neitt er óábyrgt það hlýtur mönnum að vera ljóst.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta var það sem maður vissi að myndi koma, það er ekki nokkur hætta á því að menn fái frið við að svæfa þetta mál.  Það er verið að vinna í ýmsum hlutum sem munu koma í ljós fljótlega hverjir eru.

Kv Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fiskur veiddur á færi eða línu austur á Bakkafirði, norður á Raufarhöfn og vestur í Hnífsdal skapar þjóðarbúinu sömu verðmæti og fiskur sem landað er úr skipum hjá Skinney/Þinganesi. Svo einfalt er nú það.

Ég veit að ég á marga skoðanabræður- og systur sem fást ekki til að trúa því að þá aðeins sé hagkvæmt að veiða þorsk ef til þess hefur verið keypt af öðrum leyfið til þess fyrir 3000 krónur kílóið.

Þjóðarlygi gengur upp þegar hún er matreidd fyrir fólk sem þekkir ekki efni sögunnar. Og margir efast um að ráðherrar ljúgi mikið að fólki,- ljúgi með postullegum helgisvip og útblásnir af réttlætiskennd. 

Árni Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég vorkenni nú bara honum EKG að vera tilneiddur að verja þetta endemis kvótabull og jafnvel að þurfa að taka til lyga til þess. Ragnar Árnason og aðra slíka getum við staðsett og vitum hvar við höfum þ.e. í liði með LÍjúgurum og og slíkum "hagsmunaaðilum" og svo verður gaman að fylgjast með hvar þessi svokallaða "sjómannaforysta" staðsetur sig í málinu?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.1.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

"og svo verður gaman að fylgjast með hvar þessi svokallaða "sjómannaforysta" staðsetur sig í málinu?"

Það verður allavega fróðlegt að fylgjast með því hvað þeir félagar Örn og Arthúr hjá Landsambandi smábátaeigenda segja um málið. En eftir að litla kvótakerfinu var komið á og allir dagar þurrkaðir út eru þeirra samtök með sama marki brennd og LÍÚ... að gæta sérhagsmuna félagsmanna sinna...og engra annarra.

Atli Hermannsson., 13.1.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sammála því Atli, þeir virðast hafa staðsett sig í sömu körfu og LÍÚ.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.1.2008 kl. 09:45

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Strákar ef þið viljið fylgjast með hvað er í vændum horfið þá á fréttir á Stöð 2 annað kvöld.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.1.2008 kl. 19:25

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þér hefur tekist að auglýsa þokkalega þennan fréttatíma á stöð 2, færðu fría áskrift eða hvað er í gangi?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.1.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er spurning félagi, sem verður ekki svarað í athugasemdum...

Hallgrímur Guðmundsson, 16.1.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband