lau. 12.1.2008
Sjómaður mátti kveljast að mati læknis eða!
Slasaður sjómaður á Austfjarðamiðum kvaldist klukkustundum saman eftir að Gæslan hafnaði beiðni um þyrluútkall. Hneyksli, að þyrlurnar standi ónotaðar og séu allar á höfuðborgarsvæðinu, segir læknir.
Í fyrrinótt skarst sjómaður illa á hendi í flökunarvél um borð í frystitogaranum Hrafni GK 111, úti fyrir Austfjörðum. Hann missti hluta af fingri og var beðið um þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeirri bón var neitað og var ákveðið að sigla Hrafni til Fáskrúðsfjarðar. Siglingin í land tók um sex klukkustundir og þá tók við hálftíma flug til Akureyrar þar sem gerð var aðgerð á hinum slasaða. Ekki tókst að græða bútinn á fingurinn.
Bergþór Gunnlaugsson, skipstjóri á Hrafni GK-111, lýsir óánægju með að Landhelgisgæslan hafi ekki sent þyrlu á vettvang.
Upplýsingafulltrúi Gæslunnar, Sigríður Ragna Sverrisdóttir, segir að fjarlægðin að austfjarðamiðum kunni að hafa átt þátt í þeirri ákvörðun að senda ekki þyrlu frá Reykjavík en ákvörðunin hafi byggst á faglegu mati læknis. Heimildir:http://visir.is/
Hvað var raunverulega í gangi í þessu tilfelli, eru málin almennt í lagi hjá þyrlusveit Gæslunnar? Gæti það verið að raunveruleg ástæða hafi verið sú að þyrlunar voru allar í skoðun? Er hugleiðalegt að sparnaður hafi vegið stóran þátt í þessari ákvörðun? Er ekki sama hvort einhver dettur og rispar sig í hlíðum Esju, eða sjómaður slasast langt út á sjó? Er það virkilega þannig að fjarlægðin sé farin að skipta máli? Hvað hefur það oft komið fyrir að þyrla er send upp í Esju og síðan kemur í ljós að viðkomandi er einungis brákaður eða jafnvel með rispur hér og þar, ég spyr?
Er þetta slys ekki lýsandi dæmi um að það verður að hafa Björgunarþyrlur á fleiri stöðum en í Reykjavík. Er eitthvað sem réttlætir það að þyrlurnar séu allar staddar í Reykjavík? Þetta mál þolir ekki bið, eða á að bíða eftir því að upp komi hörmulegt dauðaslys sem koma hefði mátt í veg fyrir ef þyrlan hefði verið nær slysstaðnum? Og hlusta síðan á aumar skýringar misvitra manna um að við verðu að læra af þessu. Ég segi NEI TAKK.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er aðeins að pæla.
Ef það verður bílslys utan alfaraleiðar, getur neyðarlínan (eða sá sem á í hlut) hafnað því að senda sjúkrabíl á staðinn þar sem þetta er svo fjarri byggð eða sjúkrahúsi? Og bara sagt viðkomandi að keyra hann á sjúkrahús!
Mummi Guð, 12.1.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.