fös. 11.1.2008
Fiskveiðistjórnun Íslands illa rökstudd!!!
Voru ekki á sínum tíma sett lög og reglur um stjórn fiskveiða? Hvert var markmiðið í upphafi með upptöku kvótakerfisins, sem átti einungis að vera til bráðabyrgðar? Hefur kvótakerfið skilað því sem það átti að gera?
Hér fyrir neðan birti ég úrdrátt úr lögum um stjórn fiskveiða.
I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Þetta er alveg á hreinu ekki satt?
Hvernig rökstyður Einar K Guðfinnsson þá þetta sem ég tel upp hér fyrir neðan?
Hverju hefur þessi svokallað vernd fiskistofna skilað?
Hverju hefur þessi svokallað hagkvæm nýting skilað?
Hverju hefur þessi svokallaða traust atvinna byggða í landinu skilað?
Staðreyndirnar eru eftirtaldar.
Verndun fiskistofna eru þær t.d að veiðar úr þorskstofninum eru einungis lítið brot af því sem var áður en tilraunakerfið ( kvótakerfið ) var tekið upp. Þorskurinn léttist sem aldrei fyrr vegna ætisskort í hafinu, samt skal haldið áfram og ætið veitt frá honum með gengdarlausum loðnuveiðum. Flestir vita að ástand loðnustofnsins er frekar bágborið. Karfastofninn er í lélegu ástandi og meira mætti telja til.
Hagkvæm nýtin er ekki til í merkingu þess orðs, fiskiskip af suðurlandi eru send Norður fyrir land og stunda veiðar í fjörum og flóum, fiskinum er síðan keyrt landshornanna á milli, allt í þágu hagkvæmra nýtingar. Stór hluti flotans er á stanslausum flótta undan þorski, sem er bannvara hjá flestum útgerðum vegna gríðarlegs niðurskurðar ár eftir ár á mjög svo hæpnum forsendum. Verðlitlum fiski hent í stórum stíl, allt í þágu hagkvæmra nýtingar tilraunakerfisins (kvótakerfisins)
Traust atvinna og byggð í landinu er einungis orðatiltæki sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Aflaheimildir eru fluttar á milli landshluta með tilheyrandi hörmungum. Fiskvinnsla og útgerð leggst af á þeim stöðum sem heimildirnar eru fluttar frá, sem aftur gerir fasteignir fólks verðlausar í stórum stíl. Fólkið situr eftir, fangar í því sem einu sinni var talin verðmæt fasteign, fangar í skuldasúpunni, gjaldþrot þessa fólks er óhjákvæmilegt. Blásaklaust fólk lendir á svörtum listum lánastofnana, þetta fólk jafnvel komið yfir miðjan aldur á sér tæpast viðreisnar von. Allt í þágu tilraunarkerfisins (kvótakerfisins).
Úthlutun aflaheimilda myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þetta er sérstaklega athyglisvert. Staðreynd málsins er að sameign þjóðarinnar sem myndar ekki eignarrétt einstakra aðila, er skuldsett þannig að vandséð er hvernig sú gríðarlega skuldsetning verði borguð. Sjá hér til hliðar.
Hvernig má það vera að aðilar sem hafa ekki eignarétt yfir aflaheimildunum geti veðsett það sem þeir eiga ekki? Nýtingarréttur gefur ekki þeim sem hann hafa leyfi til veðsetninga, eða er það? Þetta er svipað og ég myndi veðsetja allar fasteignir í götunni hjá mér, sem ég á ekkert í.
Eins og sjá má eru skuldir sjávarútvegsins gríðarlega. Ef við síðan reynum að átta okkur á því hvernig raunverulegt verðmæti úthlutaðra aflaheimilda eru sem búið er að veðsetja, kemur upp hræðileg staðreynd sjá í þessu skjali. Ef ekki á að reikna raunveruleg verðmæti út frá arðsemi, hvað á þá að nota? Þetta er kannski verkefni fyrir sprenglærða hagfræðinga, í raunveruleikanum virkar þetta svona eða hefur einhver aðra skoðun á því?
Er ekki komið að því að stjórnvöld þessa lands komi með haldbær rök fyrir þessari tilraunastefnu (kvótastefnu ) sinni, sem eins og sjá má hefur algjörlega brugðist?
Segir álitið lítt rökstutt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2008 kl. 17:33 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru sjálfstæðismenn, ég myndi ekki beint vera viðbúin miklum svörum þegar kemur að þeirra gerðum nema valslöngvuskoti úr fílabeinsturninum þeirra
Ísleifur Egill Hjaltason, 11.1.2008 kl. 12:53
Það er ósköp einfalt að engin af þeim náttúruhamförum, veikindafaröldrum og öðrum hörmungum, sem dunið hafa yfir þjóðina síðan land byggðist, hefur haft eins alvarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og kvótakerfið. Nú hamast Einar K Guðfinnsson og önnur "leiguþý" LÍÚ við að verja þetta kjaftæði. Á hvaða leið er landið og þjóðin með svona lið við stjórnvölinn?
Jóhann Elíasson, 11.1.2008 kl. 18:16
Það eru svolítið spennandi tímar framundan strákar, sjáum hvað á eftir að gerast þessu líkur ekki með einföldu kjaftæði Líú, Einars K og keyptu orðaglamri lögfræðinga sem þekktir eru fyrir að sleikja íhaldsrassana.
Hallgrímur Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 18:26
Ég er nú svo svartsýnn Hallgrímur, að ég held að fyrr liggi þessi stjórn dauð en að eitthvað vit komi í gerðir þeirra í þessu máli. Sem sagt, ég held að ef Samfylking reynir að þvinga fram breytingar á þessu glæparugli þá fer stjórnarsamstarfið fjandans til, því íhaldið mun aldrei samþykkja neina breytingu á þessu....sorry to say...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.1.2008 kl. 23:43
Þá bara liggur hún dauð Hafsteinn flóknara er það ekki félagi. Er ekki kominn tími á smá lagfæringar eftir áralangt vina og eiginhagsmunapot íhaldsins. Myndir þú gráta það?
Hallgrímur Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 08:40
Nei Hallgrímur, ef það þarf að kosta nýja ríkisstjórn þá verður svo að vera, svona getur þetta ekki gengið lengur.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.1.2008 kl. 14:55
Auðvitað gengur þetta ekki lengur það sér hver heilvita sem nálagt þessari vitleysu kemur. alveg er það dæmalaust hvað menn endast í að verja þetta brjálæði.
Friðrik J Arngrímsson framkvæmdarstjóri Líú heldur því fram í Fréttablaðinu í dag að við rekum hér arðbæran sjávarútveg. Hvað er hægt að bera mikla dellu fram á þess að þurfa að rökstyðja þvæluna?
Hvernig ætla menn að reikna hlutina öðruvísi út ef ekki á að fara eftir arðsemi eins og Exel skjalið í pistlinum segir til um? Við þurfum að rökstyðja allt sem við setjum fram.
Þess vegna er það eðlileg krafa að þeir sem reyna að verja þetta kerfi, séu látnir færa fram haldbær rök fyrir máli sínu. Annað er innihaldlaust blaður sem ekkert mark er takandi á. Það er komið að skuldadögunum.
Hallgrímur Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.