fim. 10.1.2008
Er ekki veröldin dásamleg.
Kvótalaus skipstjóri sýknaður í Genf
Það eru átján nefndarmenn sem dæma í málinu og tólf af þeim dæma okkur í hag. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður yfir því," segir Örn Sveinsson stýrimaður og fyrrum skipstjóri á Sveini Sveinssyni BA 325 frá Patreksfirði.
Stutt er síðan dómur í máli Arnar og íslenska ríkisins féll hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf. Örn var ekki búinn að sjá dóminn þegar Vísir náði af honum tali en það liggur þó fyrir að málið er unnið.
Áður hafði Örn tapað málinu í héraði en hann hafði farið á veiðar kvótalaus árið 2001. Hæstiréttur staðfesti síðan dóm héraðsdóms, án þess svo nokkuð sem líta á hann. Við ákváðum þá að fara með þetta alla leið og niðurstaðan úr því er að koma núna," segir Örn sem vandar ekki ráðamönnum þjóðarinnar kveðjurnar.
Sjávarútvegs, fjármála- eða jafnvel forsætisráðherra ættu kannski að stæra sig af þessu afreki. Þeir eru nú að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu og þetta hlýtur að mæla með því að svona land eigi erindi þangað," segir Örn og hlær.
Sagan á bakvið gjörning Sveins Sveinssonar átti sér nokkurn aðdraganda. Þegar kvótakerfið var sett á var Örn skipstjóri á Tálknafirði og síðar stýrimaður hér og þar. Ég var síðan orðinn leiður á því og kaupi bát með félaga mínum ásamt mági hans. Það var þessi umræddi Sveinn Sveinsson og sæki ég um kvóta byggðan á minni aflareynslu," segir Örn sem gerði sér grein fyrir að þeirri beiðni yrði líklega hafnað. Til vara sæki ég því um að við fengjum að veiða í þrjú ár eins og okkur lysti og það yrði síðan varanlegur kvóti bátsins. Því er síðan líka neitað."
Þá ákváðu þremmenningarnir að fara á þennan svokallað leigumarkað sem sífellt er að þrengjast að sögn Arnar. Síðan var engin grundvöllur fyrir því að vera þar mikið lengur og báturinn orðinn nánast verðlaus. Þá legg ég til að eini sjénsinn okkar sé að fara bara og veiða kvótalaus. Það var nú bara annar þeirra sem þorði að taka þátt í þessu með mér," segir Örn en þeir munu sjálfir hafa tilkynnt stjórnvöldum um áform sín.
Félagarnir eru síðan gripnir eftir nokkra túra en fyrsti kvótalausi túrinn á Sveini Sveinssyni var farinn þann 11.septmeber 2001. Þó minnið hjá mér sé orðið frekar slappt þá man ég eftir þessari dagsetningu."
Í kjölfarið hefst sú atburðarrásin sem rakin er hér að ofan. Örn sem nú starfar sem stýrimaður á skipi Þörungarverksmiðjunnar á Reykhólum segir að aldrei hafi komið til greina að gefa eftir í þessu máli. En þegar allar eignir manns eru komnar á uppboð þá er maður ekki rólegur. Ég hef aðeins smakkað á því, spilin hafa hinsvegar snúist við og nú skulu aðrir fá að skjálfa."
Heimildir: http://visir.is/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
,,Við gefumst aldei upp þótt móti blási". Íslensk lög varðandi það að stjórnvöld geti gefið fáum útvöldum vinum sínum allan aflakvótann á Íslsndsmiðum.. Jafnvel dómur Hæstaréttar er brot á mannréttendalöggjöfinni varðandi atvinnufrelsi einstaklingsins...Jú fiskurinn í sjónum umhverfis landið á ekki að vera í einkaeign eða einkaeign velvaldra vina stjórnmálamanna.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 19:08
Sæl Guðrún þessu er ég alveg sammála.
Hallgrímur Guðmundsson, 10.1.2008 kl. 20:58
Þessir menn eiga heiður skilið fyrir það hugrekki sem þeir sýndu, það verður spennandi að fylgjast með framvindunni í þessu máli!
Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 01:47
Sæll Palli og Gleðilegt ár. Það eru orð að sönnu þeir eiga heiður skilið fyrir eljusemi sína. Næstu dagar og vikur verða mjög spennandi það er nokkuð ljóst.
Hallgrímur Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.