Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur

Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur

mynd

Breki Logason skrifar:

„Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu," segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu.

Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu.

„Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu.

„Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt."

Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006.

„Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík.

Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um.

„Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það."

Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna.

Heimildir: http://visir.is/ 

Þarna sýnist mér að það sem Kristinn Pétursson og reyndar margir aðrir hafa verið að benda á, standist engin lög. Þetta kerfi er sem sagt ólöglegt frá upphafi, og hefur verið notað sem gróðabrask fyrir nokkra útvalda. Við litlu ræflarnir sem eru settir í þrælkun að tilefnislausu fáum væntanlega uppreisn æru okkar með þessum dómi, eða hvað? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er spurt hverjir verða eftirmálar þessa dóms?

Og einhverjir munu vafalaust velta því fyrir sér hversu margir hafi skaðast af völdum þessa dæmalausa kerfis og hversu miklir fjármunir séu tapaðir þeim sjómönnum sem þurft hafa að sitja auðum höndum í skugga þessa dóms.

Skyldi það nú vera tilviljun að tilteknir lögmenn hafa verið valdir í Hæstarétt á umdeildum forsendum?

Og tilviljun hvaða flokki þeir hafa verið valdir úr?

Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég held Árni að það séu engar tilviljanir í þessu, þetta er allt fyrir fram plottað hvernig vitleysan skuli varin. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu daga, það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir sem styðja þetta kerfi reyna að ljúga sig frá þessu.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.1.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband