fim. 10.1.2008
Nú er sérdeilis gott að ríkisstjórnin...
er vandlega undirbúin með mótvægisaðgerðirnar. Ef marka má orð Össurar Skarphéðinssonar er ekkert vandamál að finna vinnu fyrir þetta fólk. Það er til hellingur af skúrum út um allt sem hið opinbera á og þessa skúra getur liðið skipst á að mála. Nú eða beðið pollrólegt eftir betri samgöngum og enn öflugri fjarskiptum. Einnig að mig minnir stakk kappinn sá upp á því að gott væri að mála húsin hver fyrir annan. Þetta var sagt við okkur sjómenn þegar kvótinn var skorinn niður, á fölskum forsendum. Það þótti öllum í lagi og frábærar lausnir. Í það minnsta fengum við engan stuðning í okkar mótmælum. Einhverjir geta líklega unnið við leikskólana og tekið að sér að annast aldraða, þar vantar fólk. Einhverjir geta farið í vegagerð, þar hlýtur að vanta starfskrafta ef byggja á upp þessar líka fínu samgöngur sem Samgönguráðherra er alltaf að tala um, og á svo mikinn pening í að það er hreint út sagt vandamál að eyða aurunum. Annars er hreint með ólíkindum að það þurfi yfir höfuð að fækka fólki. Er fjármálaheimurinn ekki alltaf að segja það að þeir séu svo vel undirbúnir svona smá sveiflu? Hvert er þá vandamálið? En ætli einhverjum af toppunum í þessum fyrirtækjum hafi dottið til hugar að lækka aðeins launin hjá sjálfum sér? Fá þeir ekki greidd ofurlaun sem rökstudd eru með gríðarlegri ábyrgð sem þeir bera, ég spyr? Nú er tækifærið og bera þessa svokölluðu ábyrgð í verki, og minnka moksturinn undir eigið rassgat og lækka sig þó ekki nema svona um eina til tvær millur á mánuði, hverjum munar svo sem um svoleiðis smá slatta, ég bara spyr aftur?
Fækkar um 650 í fjármálageiranum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.