Hlutabréf ekki lægri í eitt og hálft ár og eru enn í frjálsu falli.

Það kom að því að sá dagur rynni upp að spákaupmennsku brjálæðið byði afhroð. Héldu menn virkilega að þaðÞróun Úrvalsvísitölunnar undanfarið árgengi endalaust upp að búa til peninga með stöflum af A4 blöðum sem gefin eru einhver fín nöfn, svo sem hlutabréf í Exista, Glitnir, Fl Group eða SPRON og hvað þau heita öll þessi fyrirtæki sem eru á skrá i Kauphöllinni?

Verða peningar ekki að hafa einhvern uppruna? Þarf ekki að framleiða eitthvað svo peningar geti myndast og átt sér þar af leiðandi raunverulegan uppruna? Getur það gengið endalaust upp að einhverjir jakkafata klæddir uppar gangi um og spá hinu og þessu og úr því verði til raunverulegt fjármagn?

SpámennirnirHvað hafa gufað margir milljarðar upp á þessu spákaupmennsku brjálæði sem hefur tröllriðið þessu þjóðfélagi undanfarin ár? Eru þeir 500, 800 eða 1000 milljarðarnir sem brunnið hafa upp núna á síðustu mánuðum? Voru þetta peningar sem voru einhvern tímann til, eða var stór hluti af þessu  ekki raunverulega bara handónýtur pappír, tilbúnar tölur, og restin sparifé og lánsfé fólks sem lét jakkafatauppana plata sig upp úr skónum með hinum og þessum gylliboðum um nánast pottþétta gróðavon?

Svo hlógum við Íslendingar af Gullgrafaraæðinu hjá Kananum á sínum tíma. Hvað sögðum við Íslendingar um gjaldþrot Færeyja á sínum tíma? Hvað var sagt á síðasta ári um mat Dana á harðri lendingu ef ekki brotlendingu í Íslenska efnahagskerfinu? Ekki trúi ég því að fólk sé búið að gleyma því strax.

Hér á landi er allt í lukkunnar standi að mati ráðamanna. Í hvaða heimi eru ráðamenn þessa lands staddir? Að þeirra mati er til nóg af peningum og ríkisapparatið bólgnar út sem aldrei fyrr. Fjármálamarkaðurinn er kominn á hliðina eða eru virkilega til peningar fyrir þessu brjálæði, hver trúir því eða er ég að vanmeta þetta eitthvað, ég held ekki?

Fiskveiðistefnan er komin í gjaldþrot, eða er virkilega ennþá einhver til sem ætlar að halda öðru fram? Ef svo er væri gaman að sá hinn sami kæmi með rök fyrir því í athugasemdum við þessa færslu, það hlýtur að vera mjög spennandi að sjá þann málflutning.

Ég mæli með því að þeir sem lesa þessa færslu, gefi sér tíma og lesi þetta doc  skjal. Er nokkuð fráleitt að þessu svipi til því sem er í gangi hér á landinu okkar bláa?


mbl.is Hlutabréf ekki lægri í 1½ ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hallgrímur.

Hér var um að ræða pappír sem upphaflega var löngum nefndur " góðæri ".

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sjá það allir heilvita menn að þegar ekkert er á bak við peningana eru engin verðmæti til staðar og "spilaborgin" getur hrunið hvenær sem er gott dæmi er fjárfestingafélagið GNÚPUR þar eru skuldir nú meiri en  eignir og því er það félag GJALDÞROTA þetta verður ekki eina fyrirtækið sem fer illa út úr viðskiptum með "verðlausa" pappíra sem nýútskrifaðir "krakkar" gerðu "dýrmæta" að Amerískri fyrirmynd.

Jóhann Elíasson, 8.1.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband