Notendur Símans látnir borga...

Hverjir aðrir en notendur símans borga fyrir þessa fjárfestingu? Hvar er samkeppnin sem á að vera til staðar? Er staðan þannig á Skiptifjarskiptamarkaðnum að nauðsynlegt er að hækka þjónustuna? Hvað var Síminn rekinn með miklum hagnaði á síðasta ári ég bara spyr? Gott væri að fá svar við þessu og haldbærum rökum fyrir hækkun. Á sama tíma og þessi hækkun er boðuð rúllar auglýsing frá símanum efst á mbl.is um allt að 70% ódýrari þjónustu. Væri ekki nær að Síminn lækkaði verðskrá sína frekar en hækka? En auðvitað skal allt hækka og hækka nema launin til hins almenna verkamanns þau mega alls ekki hækka þá fer allt fjandans í þessu þjóðfélagi. Vesalings verkamaðurinn er síðan ábyrgur fyrir verðbólguskriði, sem leiðir aftur af sér einstaklega fáránlegar aðgerðir Seðlabankans í vaxtahækkunum við að halda aftur af verðbólgunni sem veslings verkamaðurinn kom á stað með því að fara fram á örfáar krónur í viðbót, sem náttúrulega vega engan veginn upp á móti öllum þeim hækkunum sem riðið hafa yfir þetta þjóðfélag að undanförnu. Það er engin smá ábyrgð sem á lítilmaganum í þjóðfélaginu hvílir, meðan milli og yfirstéttin veður uppi með sína græðgi og ber ekki nokkra ábyrgð á sínu háttarlagi. Hver ætlar að bera á móti því að í þessu landi er stéttarskiptingin að verða með því verra sem þekkist í hinum vestræna heimi? 
mbl.is Verðskrá Símans hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband