þri. 1.1.2008
Kiss of death.
Margt skýtur upp í huga mínum við að horfa á endursýningu á þættinum Kryddsíld á Stöð 2. Guðni Ágústsson lýsti því yfir að hann yrði pottþétt í þættinum að ári, einnig sagði hann að það væri öruggt að hann myndi leiða Framsóknarflokkinn fram til afgerandi kosningasigurs í næstu kosningum. Guðni öruggur með sig, en að mér læðist sú hugsun að karlinn sé alvarlega veruleikafyrrtur.
Mér datt til dæmis í hug kiss of death sem Halldór fyrrverandi formaður flokksins afgreiddi svo faglega um árið. Það er þegar hann faðmaði Arafat og kyssti, Arafat eins og flestir vita lifði það alls ekki af. Eru kossar formanna Framsóknar virkilega svona eitraðir? Ef svo er þá þarf Guðni að kyssa helv... marga ef hann ætlar að ná tilsettum markmiðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.