Viðskiptaráðherra og kynjakvótar.

Einkar athyglisverð hugmynd hjá viðskiptaráðherra með kynjakvóta. Væri ekki ágætis fordæmi fyrirViðskiptaráðherra ráðherra og byrja á ríkisapparatinu? Eða á þetta bara að eiga við um fyrirtæki sem ekkert tengjast ríkisapparatinu? Ekki kæmi mér það á óvart að þessu verði beint að frjálsa markaðinum eingöngu.

Er það ekki svo að það eru sett hin og þessi lög um allan fjandann sem almenningur skal fara eftir og hlíða, annars eru þegnarnir dregnir fyrir dóm og sektaðir? Ferskast í minni mínu er reykingarbannið sem við skulum sko hlíða með góðu eða illu. Á meðan reykir þingheimur sig máttlausan í Alþingishúsinu ( hræsni ) að geta ekki einu sinni framfylgt lögum sem þeir setja sjálfir.

Ég krefst þess að ráðherra byrji á ríkisapparatinu og jafni snarlega kynjabundinn mismun sem þeir beita sjálfir, hinir fylgja nokkuð örugglega sjálfviljugir á eftir. Hvernig væri að ráðamenn í þessu þjóðfélagi skoðuðu aðeins eigin skítverk áður en aðrir en þeir sjálfir skulu píndir með allskonar lögum og reglum sem í raun á ekki einu sinni að þurfa að setja? Já ég kalla það skítverk hjá ráðamönnum að viðhalda kynjabundnum misrétti innan hins opinbera kerfi. Hysjið upp um ykkur brækurnar og sýnið gott fordæmi í verki, það væri tilbreyting í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Fyrirgefðu Hallgrímur en ég get ekki látið þetta vera. 

Þú segir inn á bloggsíðu Hjartar Guðmundssonar: 

Landsmenn eru píndir og kúgaðir til hlýðni með stjarnfræðilegri skattlagningu og okurvöxtum

Ég undirstrika skattlagningu.  Alltaf má lækka tekjuskattinn, en veistu að Ísland er skattaparadís Norðurlanda?  Virðisaukaskattur er 25% á öllum vörum og þjónustu í Danmörku og Svíþjóð...man ekki eftir Noregi en þeir eru jú heimsmeistarar í boði, bönnum og skattlagningu.  Tekjuskattsprósentan í Danmörku er frá 39% til 59%.  Persónuafslátturinn dettur dauður niður í Danmörku og kemur ekki til hækkunar tekna eins og hér á Íslandi.  Í Danmörku greiðir þú 8% skatt til að framfleyta aumingjum og rónum sem fá 8.000 DKK á mánuði frá Ríkinu. Þeir peningar fara beint í neyslu fíkniefna eða áfengis þar sem þeir fá allt annað frítt.   Hefur þú kynnt þér málið fyrir fordæminguna?  Okurvöxtum á Íslnadi..jújú, en áttu virkilega ekki krónu til að ávaxta? Líst þér betur á 0,65% innlánsvexti á veltureikningi hjá í Danmörku?

Að lokum. Hugmynd viðskiptaráðherra er heimskuleg og heldur ekki vatni.  Hann fullkomnar heimsku sína ef hann kóperar þetta eftir sveitamönnunum og kommunum í Noregi.  Eigum við ekki að velja í stjórn eftir verðleikum, metnaði, getu og eignarhlutfalli, en ekki eftir píku og typpi eins og Sóley Tómasdóttir vill? 

Áfram Liverpool! 

Guðmundur Björn, 31.12.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég þakka þér fyrir upplýsingarnar Guðmundur Björn og ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki grun um skattlagningu annarra landa. Hvernig þetta er hjá öðrum finnst mér ekki réttlæta neitt hjá okkur ekki satt? Við skulum átta okkur á því að hin Norðurlöndin reka til dæmis her sem við ekki gerum, og eyða margfalt meiri fjármunum en við gerum í samgöngumál og sjálfsagt er hægt að tína margt annað til. Hvar værum við til dæmis staddir miða við þá ef Björn Bjarna hefði her til að leika sér með? Mikið erum við sammála um þessar hugmynd viðskiptaráðherra. Heill og sæll Fúsi minn gaman að rekast á þig hérna á blogginu. Svona er lífið vinur minn, fullt af óvæntum atburðum sem poppa upp. Ég komst að því nýlega að Kalli bróðir er einnig eitthvað að röfla hér á blogginu, bara gaman að því. Ég óska þér sömuleiðis gleðilegs árs og friðar. Við eigum sjálfsagt eftir að skiptast á skoðunum hér okkur til ánægju trúi ég.

Hallgrímur Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 01:28

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Svo ég klári að svara þér Guðmundur Björn þá viðurkenni ég það líka að afgangurinn hjá mér er ekki það mikill að ég hugsi mjög stíft um ávöxtun. Og að sjálfsögðu á að velja í stjórnir eftir hæfileikum og getu. Og við eigum helling af mjög hæfum konum sem gengið er framhjá, um það verður vart deilt held ég. Ég vil að lokum óska þér gleðilegs árs og friðar.

Með bestu kveðju Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 01:56

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Nú bý ég í Danmörku og á mjög erfitt með að sætta mig við 44% tekjuskattsálagningu + hátekjuskatt þar í landi; þess vegna finnst mér þeir sem gagnrýna tekjuskattinn íslenska á hálli braut. Líka vegna þess að sumir halda að það sé alltaf betra hinum megin við girðinguna. Með sömu tekjur á Íslandi væri ég að greiða 31% skatt og fengi um 80.000 ISK meira í vasann pr. mánuð.  

Það eina sem "samanburðalöndin" Noregur, Danmörk og Svíþjóð hafa framyfir okkur er heitara loftslag, og ódýrara áfengi og kjötvörur í Danmörku og Svíþjóð.  Það er allt og sumt. 

Varðandi kynjakvótann, þá eru margar konur mjög færar til að vera í stjórn. Að sjálfsögðu, en það á ekki bara að setja konur í stjórn bara vegna þess.  Verður hún ekki fyrst að hafa einhverja hagsmuni að gæta hjá fyrirtækinu?

Ég er nýbúinn að selja eign sem ég átti í Rvík og brosi því breitt og nýt þess að safna vöxtum núna, hættur að borga þá í bili, enda gert mann gráhærðann nógu lengi!

Gleðilega árið sömuleiðis!

Guðmundur Björn, 31.12.2007 kl. 10:28

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll aftur Guðmundur skatturinn í dag er 35,72% svo það sé á hreinu. Mér finnst það of hátt og margir aðrir eru á sömu skoðun. En hinsvegar ef allir þyrftu að greiða það sama væri staðan ekki svona.

Ekki fluttir þú til Danmörku vegna þessa kosta sem þú telur upp? Ég held að ýmislegt annað sé ekki svo slæmt þar eða hvað? Ég veit ekki enda hefur það aldrei staðið til hjá mér að flytja af klakanum. Trúðu mér ég væri löngu farinn ef áhugi væri fyrir hendi. þrátt fyrir það er ekki þar með sagt að maður sé endilega sáttur við alla hluti hér, og þá einfaldlega gagnrýni ég það.

Af hverju þurfa konur að eiga hagsmuna að gæta til þess að komast í toppstöður? Það er ekki svoleiðis með okkur karlana, á mörgum stöðum er einfaldlega farið eftir vinahópi, skyldleika eða einhverju allt öðru en hæfni.

Til hamingju með það að vera laus undan okrinu, það hefur farið illa með margan. Smá forvitni, ertu að fara í skóla í Danmörku?

Ég vil taka það fram svo það sé á hreinu að ég er ekki femínisti, ég vil að jafnt gangi yfir alla svo einfalt er það.

Gleðilegt ár.

Hallgrímur Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 11:06

6 Smámynd: Mummi Guð

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla bloggárið.

Með Crystal Palace kveðju.

Mummi Guð, 31.12.2007 kl. 14:56

7 Smámynd: Guðmundur Björn

Sæll aftur Hallgrímur. 

Nei, námsmaður er ég ekki.

Eigum við ekki að segja að ég hafi verið og fljótur á mér, að ákveða að taka við starfi sem mér var boðið.  Ég kynnti mér ekki nógu mikið hvernig kerfið væri þarna úti, heldur stökk á dæmið.  Ég geri ráð fyrir að flytja aftur á Frón innan tíðar, því hér er best að vera, þrátt fyrir að kílóverðið á kjúklingabringum sé stjarnfræðilegt og verð á áfengi óskiljanlegt.

Starfið hefur þó gefið mér mikla reynslu og góða, og sé ég ekki eftir neinu þrátt fyrir þetta tuð í mér um Danmörku.

Skatturinn á Íslandi er jú 35,72%, en persónuafslátturinn lækkar % - entuna.  Það gerist ekki í Danmörku, þar sem persónuafslátturinn dettur nánast dauður niður vegna skattpíningarinnar.  

Ekki misskilja mig varðandi konur og stjórnendastöður.  Það er bara oftast þannig að þeir sem sitja í stjórn fyrirtækja eru hagsmunaðilar eða eigendur. 

Nýárskveðjur!

Guðmundur Björn, 31.12.2007 kl. 17:00

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Svona er þetta bara, stundum flýtir maður sér aðeins of mikið. Grasið er alveg ágætt á klakanum þó má alltaf bæta hlutina sem betur fer er það svo.

Skíthopparabringurnar mega kosta hvað sem er fyrir mér, fiskur er mitt uppáhald ( eðlilega ), og áfengi er mér óðviðkomandi, kvótinn í því var kláraður með stæl og þá er ekkert annað að gera en hafa talsverðar áhyggjur af verðþróun á Egils Appelsín.

Þetta er ekkert mál með konur og stjórnarsetu þeirra ég vil einungis að jafnræði sé gætt. Í upphafi benti ég á að gott væri fyrir ráðherrann að sýna gott fordæmi og byrja í ríkisgeiranum. Þar eiga stjórnendur ekki eignarhluta svo ég viti. Þess vegna er gott að byrja þar að mínu mati.

Hafðu það sem best um áramótin og megi nýtt ár færa þér gæfu og farsæld.

Með bestu kveðju og

takk fyrir mig, Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband