Útreikningur á stærð þorskstofnsins á mannamáli.

Hið árlega togararall Hafrannsóknarstofnunnar var framkvæmt á vordögum eins og flestum er kunnugt.R.s._Arni_Fridriksson Það er skemmst frá því að segja að niðurstöður Hafró voru sláandi fyrir flesta ef ekki alla sem í og við sjávarútveginn starfa. Stofninn metinn 650.000 tonn, hvað hefur klikkað í uppbyggingunni á stofninum?

Gæti verið að rallið sem notað er sé einfaldlega handónýtt? Gæti verið að það þurfi meira að koma til svo sem línurall og að fullt tillit sé tekið á netarallinu sem er ekki einu sinni notað í dag þótt það sé framkvæmt? Eru útreikningarnir kannski algjörlega út úr öllum kortum? Við skulum skoða þetta og reyna að átta okkur á hvernig þetta lítur út á einfaldan hátt.

Í vorrallinu eru tekin 557 tog á mismunandi stöðum, hvert tog er 4 sml, að lengd og dregið er á 3,8 sml hraða. Það er ekkert tillit tekið til strauma, hita, veðurs eða á hvað tíma sólahrings er togað á hverjum stað, það er lykilatriði að þessir hlutir fari saman ef hámarksárangur á að nást. Um það er ekki deilt. Allt er fyrirfram ákveðið fyrir mörgum árum.

Niðurstaða úr rallinu er einföld, að meðaltali fengust 172 kg af þorski í hverju togi. Þegar hafró hefur reiknað alla sína hluti til með hinum og þessum súluturnum, línuritum og formúlum sem ekki eru neinum venjulegum manni skiljanleg, er niðurstaðan 650.000 tonn. Færum þetta út á tungumál sem flestir skilja.

Þetta þíðir á einföldu máli veiðanleikinn er 26,5%. Það er mjög einfalt að reikna þetta og rökrétt þar sem Hafró hunsar algjörlega gang náttúrunnar. 26,5% veiðanleiki!!! Er ekki eitthvað mikið bogið við svona niðurstöðu? Eftir samtöl við nokkuð marga skipstjóra og eigin reynslu af togveiðum sem er yfir 20 ár erum við sammála um að þessi veiðanleiki er nett bilun, svo vægt sé til orða tekið. Einn sagði til dæmis að veiðanleiki trollanna sem notuð eru sé nánast því núll. Einn hefur áður líst því að það þurfi á ruslahaugana eftir hlerunum ef einn tapast, það eru sem sagt notuð löngu úrelt veiðarfæri.

Verum góðir við Hafró og förum varlega, takið eftir varlega og höfum veiðanleikann 11% þá erBjarni Sæmundsson þorskstofninn víð Ísland 1.564.000 tonn. Ef við erum rosalega góðir við Hafró og gefum þeim milliveginn á stærðfræðinni og höfum veiðanleikann 13% þá er þorskstofninn 1.323.000 tonn. Já gott fólk þetta er ein milljón þrjú hundruð tuttugu og þrjú þúsund tonn. Ef það er einhver sem ekki trúir þessu getur sá hinn sami reiknað þetta sjálfur. Niðurstaðan verður sú sama vænti ég.

Þar sem vísindi Hafró virðast vera byggð upp á stærðfræði er það alveg sjálfsagt að taka tölur þeirra og reikna þær út. Við sem reynsluna höfum af veiðum vitum nokkuð vel hvað hægt er að áætla veiðanleika mikinn, eitt er alveg ljóst að útreikningur Hafró er byggður, svo vægt sé til orða tekið á rennandi blautum brauðfótum. Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Hann Solir (Ólafur Ragnarsson) hafði á orði í vor að það hafi þá stæðið yfir mikil leit af þriggja hlekkja millibobbingum í brotajarnshaugum víða um land.

En hvernig ætli veiðanleikinn sé annars fundinn út  - eitthvað svipað og með náttúrulegan dauðdaga?

Annars var ég eitt sinn verulega undrandi er "maður nokkur" sagði mér af  túr sem var farinn til að mæla stofnstærð grálúðu. Hann sagði að þegar þeir voru farinir að nálgast þá hafi verið hafist handa við að hengja fiskilínuna við lengjuna og gera klárt. En þá uppgötvaðist að fiskilínan var tveim fetum styttri en hún átti að vera. Og hvað var gert spurði ég? Ekkert... það var látið fara svoleiðis. Og hvernig gekk... fenguð þið eitthvað. Nei það gekk alveg bölvanlega allan tímann... nóg að grjóti og veseni. En þeir voru að fiska þarna þokkalega nokkrir í kringum okkur...  

Atli Hermannsson., 18.12.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Atli, ekki veit ég hvernig Hafró fær sínar niðurstöður en einfalt er að finna út það sem ég kalla veiðanleika. Hann er náttúrulega bilun á sinn hátt, nær væri að halda veiðanleikann talsvert lægri en ég reiknaði og þá sjáum við betur og betur hvað aðferðarfræði Hafró er kolgeggjuð. Þessi saga hjá þér kemur mér ekkert á óvart.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband