Nauðsynlegt að fella niður verð á kvóta (leigukvóta!!! )

Nauðsynlegt að fella niður veiðigjald

Merki FUFS

Stjórn Félags ungs fólks í sjávarútvegi hvetur til þess að veiðigjald verði fellt niður að fullu þannig að sjávarútvegsfyrirtæki sitji við sama borð og önnur fyrirtæki í landinu. Sjávarútvegur sé landsbyggðaratvinnugrein sem nú takist á við þrengingar vegna niðurskurðar á þorskveiðum. Besta mótvægisaðgerð sem völ sé á gegn slíkum niðurskurði sé að afnema veiðigjaldið til frambúðar. Lesa meira
 
 
Fyrir hönd þeirra sem eru á leigumarkaðnum hvet ég til þess að verð á kvóta ( leigukvóta ) verði fellt niður, þannig að við sitjum við sama borð og önnur sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu kvótann afhentan frítt í upphafi. Ég frábið mér öllum skætingi um að hinir og þessir dugnaðarforkar hafi keypt til sín sinn kvóta á hinu og þessu verði. Það er ekki okkur að kenna hvernig búið er að fara með þessa sameign þjóðarinnar. Það er einfaldlega þeim sem spákaupmennskuna og græðgina stunda að kenna punktur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þess vegna Runólfur er nauðsynlegt að fella þetta gjald niður, ekki satt? Ég geri ráð fyrir því Runni að þú hafir gefið upp réttar upplýsingar um fiðurfénaðinn sem hangir utan á þér til veiðimálastjóra....

Kv, Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 14.12.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband