fim. 13.12.2007
Er þetta eitthvað nýtt?
Gamla góða minnið fokið út í veður og vind, það er eins og aldrei hafi blásið áður á Íslandi eða við landið. Hvernig var Desember í fyrra? Þá blés og blés með tilheyrandi ósköpum allt á floti bæði í Flóanum og á Akureyri. Aurskriður féllu hér og þar. Mörg undanfarin ár hafa djúpar lægðir gengið yfir. Hver man ekki eftir því þegar Hótelið í Freysnesi fauk upp af grunninum og stórskemmdist, malbik rifnaði upp og fauk af þjóðveginum í Öræfum á löngum köflum, einbýlishús sprakk út á stöfnunum í Vestmannaeyjum. Það er hægt að telja svona í marga daga.
Hvað hefur breyst? Nákvæmlega ekki neitt annað en það að fólk og verktakar eru margfalt kærulausari í dag, og ganga einfaldlega ekki eins vel frá hlutunum og gert var hér áður. Það er eins og það treysti allir því að það komi ekkert fyrir hjá sér bara hjá nágrannanum. Nú svo þegar allt er komið í dellu og á góðri leið til helvítis, koma hetjurnar okkar ( björgunarsveitirnar ) og bjarga skussunum sem skilja við hlutina eins og um sumarblíðu sé að ræða. Við búum á Íslandi, landi vinda, elda og ísa og það er allt í boði þegar veðrið á í hlut, það er ekkert nýtt.
Er það nokkuð svo flókið að skilja það í raun, í það minnsta stendur ekkert á landanum að monta sig af því blindfullir og uppá þrengjandi í flugvélum ýmist á leið til eða frá landinu, hvað veðrið getur nú orðið svakalegt, sko æm gonna telljú annað eins þekkist ekki á byggðu bóli, svo ekki sé talað um stórkalla montið á börunum á erlendri grund...
Dýpri lægð á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.