Er Hafró í Þyrnirósarsvefni?

Á skip.is er frétt um samráðsfund Hafró annars vegar og Skipstjórnarmanna og Útgerðaraðila hins vegar. Hér fyrir neðan birti ég smá úrdrátt úr þessari frétt.

"Á samráðsfundi Hafró annars vegar og skipstjórnarmanna og útgerðaraðila hins vegar komÞorskur fram í máli skipstjórnarmanna, að hlutfallslega væri nú veitt meira af smáþorski vegna aukinnar sóknar í ýsu á grunnslóð. Var það stutt með gögnum frá vinnslu. Vaxandi hlutfall smáþorsks í afla kemur einnig fram í gögnum Hafrannsóknastofnunarinnar. Menn voru almennt sammála að þessi breyting á sóknarmynstri væri áhyggjuefni og þyrfti að skoða nánar" 

Hverju þarf að koma þetta á óvart, Var það ekki vitað mál að með þessu stórkostulega niðurskurði á4 þorski myndi sóknarmynstrið gjörbreytast. Í það minnsta gerðu flestir ef ekki allir skipstjórar sér grein fyrir því. En hvað með Hafró, hagfræðingana og vísindasamfélagið í heild sinni? Nei eitthvað vantaði í reiknisformúluna hjá þessum sprenglærðu fíflum, svona staðreyndir eru einfaldlega ekki kenndar í skólum. Þetta sannar það betur og betur að fíflin sem ég talaði um í línunni hér fyrir ofan eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Eitt er síðan alveg stórmerkilegt, það er allt til í gögnum Hafró. Hafró veit allan fjandann að þeirra sögn, þeir vissu til dæmis alveg um þorskinn sem óð yfir Hampiðjutorgið í vor, hann var sko skráður í dagbókinni þeirra. Skyldi hann hafa verið með í stofnstærðarmati þeirra, eða allur þorskurinn sem fylgdi ísnum fyrir vestan í vetur, eða allur þorskurinn sem var á grunnslóð við Suðurland á síðustu vetrarvertíð, eða allur þorskurinn sem gekk upp að Norðurlandi síðasta vetur, eða þorskurinn sem gengur í djúpkantana á veturnar fyrir Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi?  Ég bara spyr!

Er það ekki dapurleg staðreynd að rannsóknir Hafró ná aðeins yfir pínulítið brot af hafsvæðinu í kringum Ísland? Hér fyrir neðan eru nettur útreikningur á því svæði sem til dæmis haustrallið náði yfir, og gerum okkur grein fyrir því að ég gef þeim það að þeir hafi skoðað allt frá botni upp í yfirborð, sem er ekki rétt því þeir ná ekki nema nokkra metra upp frá botninum í svona ralli.

Bilið milli toghlera er um það bil 75 metrar, skipið á um það bil 3,5 sml hraða og togstöðvar voru 381R.s._Arni_Fridriksson talsins og togað í 30 mín. Þetta þýðir að frá A upphafspunkti til B endapunkts eru 3.2 km. Sem gerir 0.24 ferkílómetra í 381 skipti. Alls eru þetta 91.44 ferkílómetrar sem mælingar fóru fram á. Landhelgi Íslands er um það bil 750.000 ferkílómetrar þar af er togsvæði sirka 10% sem sagt 75.000 ferkílómetrar. Þannig að mælingar fóru fram á 0.0012% af togsvæðum í kringum Ísland. Hver er síðan að tala um nákvæm vísindi og mæliskekkjur séu litlar? Svo staðhæfir Hafró að þeir viti þetta allt saman upp á fisk. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Yfirleitt eru þessir menn "færir" um að greina það sem fortíðin hefur haft í för með sér en það er þeim algjörlega ofviða að spá nokkuð í framtíðina og hvaða áhrif gjörðir núna hafa á framtíðina en það geta þessir menn ekki - ER ÞÁ NOKKUÐ MEÐ ÞÁ AÐ GERA? Það er hægt að láta lögguna rannsaka fortíðina og ofan á allt þarf ekki að borga löggunni eins há laun og þessum sprenglærðu "apaheilum".

Jóhann Elíasson, 10.12.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband