Aukning á Þorskkvóta þolir enga bið!!!!!!!!!!!

Vísindaveiðar á hnúfubak þola enga bið

- segir Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður

26.11.2007 Hnúfubakur

,,Við verðum að hefja vísindaveiðar á hnúfubak strax og ekki síðar en næsta sumar. Ástandið á miðunum er slíkt að veiðar þola enga bið,” segir Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður á Ísafirði í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

Hann átelur að ekki skuli vera nein áform um að hefja vísindaveiðar á hnúfubak. ,,Talað er um að hnúfubakurinn sé heilög kýr, sem hvalfriðunarsinnar beri mestar tilfinningar til og það yrði erfitt pólitískt að fá það í gegn í Alþjóðahvalveiðiráðinu að hefja vísindaveiðar á hnúfubak. Þvílíkt og annað eins,” segir Konráð.

,,Fjölgun hnúfubaksins við Ísland er skelfilega mikil. Ég er búinn að fylgjast með hnúfubaknum undanfarin fimm ár þegar ég hef verið á hrefnuveiðunum. Þar sem eitthvað er að éta inni á flóum og fjörðum er hnúfubakurinn í hundraða tali,” segir Konráð. Heimildir: http://skip.is/ 

Aukning á þorskkvóta þolir enga bið. Þetta verður væntanlega það sem við lesum og heyrum í fréttum þegar vetrarvertíðin verður svona um það bil hálfnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf að hefja hvalveiðar aftur og það í almennilegu magni og það á að auka fiskveiðar, höfin eru "ofsetin" og það þarf að "grisja" þau rétt eins og fjallavötnin, þetta er ekki flókið en því miður eru þessir ands...... "Náttúruverndar-Ayatollar" haldnir einhverri sjálfseyðingarhvöt og þegar upp er staðið á maðurinn ekkert að éta nema njóla og hundasúrur, það verður að vera eitthvað til að éta fyrir hvalina og annað sem þeim dettur í hug að "vernda".

Jóhann Elíasson, 26.11.2007 kl. 23:03

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Alveg er ég svo hjartanlega sammál að drepa þurfi Hnúfubakinn, við sem höfum loðnuveiðar stundað höfum séð mjög mikla fjölgun, fyrir um 20 árum þegar ég byrjaði sem sem skipstjóri á loðnuskipi sá maður eitt og eitt dýr þá fyrir norðurlandi, og það var hending ef þeir kæmu í nætur skipanna, síðast þegar ég var á sumarloðnu með nót var oft mjög erfitt að athafna sig vegna þess að það var nánast undantekningarlaust lokaður inni Hnúfubakur þegar kastað var á torfu. En núna er hann farinn að elta loðnuna suður fyrir land og þegar veitt er í grunn nót með suðurströndinni kemur það orðið fyrir að menn loka þessi kvikindi inni. Þetta kvikindi þarf að drepa í stórum stíl.

Grétar Rögnvarsson, 26.11.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband