þri. 20.11.2007
Stórstígar framfarir Hafró eða hvað??????????????
Hafró heldur opna ráðstefnu um þorskinn
Gert er ráð fyrir að hvert erindi á ráðstefnunni verði tuttugu mínútur að meðtöldum tíma til umræðna. Gefinn er kostur á að flytja erindi á íslensku eða ensku og verða þau túlkuð á ensku eða íslensku eftir þörfum.
Einnig verður gefinn kostur á að kynna rannsóknir á veggspjöldum. Frestur til að senda inn titil á erindi eða veggspjaldi er 1. desember 2007. Frestur til að skila inn ágripi er 1. janúar 2008.
Ágrip erinda og veggspjalda verða prentuð í bæklingi fyrir ráðstefnuna. Þeir sem hyggjast kynna rannsóknir sínar á ráðstefnunni skulu senda titla og ágrip ásamt nafni/nöfnum höfunda í tölvupósti á hafro@hafro.is og merkja það vandlega ÞORSKRÁÐSTEFNA. Heimildir: http://skip.is/
Snjallt hjá Hafró að halda ráðstefnu um þorskinn, það er líklega eina leiðin fyrir þessa stofnun að fræðast eitthvað um þessa fiskitegund. Eitt er það þó sem vekur athygli mína í þessari frétt. Það eru skilyrðin sem sett eru, svo sem tímamörk á tilkynningu titla á erindum og svo ágrip. Það lítur út fyrir að Hafró ætli að ritskoða það sem fram fer á ráðstefnunni fyrirfram og ákveða hvað og hverjir fá að tjá sig. Sem eru alkunn vinnubrögð Hafró.
Athugasemdir
Þetta er væntanega gert til að Kristinn Pétursson fái ekki að vera með.
Níels A. Ársælsson., 21.11.2007 kl. 14:44
Ég legg til að það fari af stað undirskriftasöfnun til stuðnings við Kristinn. Ég er að tala um að útbúa meðmælendalista með yfir hundrað nöfnum hið minnsta. Það má henda saman heimasíðu þar sem menn geti skráð sig og lýst yfir stuðningi - svo Skúlagötu-mafían geti ekki komið sér hjá því að taka umsóknina alvarlega. Ef hann Kristinn eða Jón Kristjáns verða ekki með, þá verður þessi ráðstefna algjört frat.
Hafró ætti að sjá sóma sinn í því að bjóða þeim Kristni og Jóni Kristjáns að halda erindi á þessari ráðstefnu. Ef hvorugur þeirra verða þarna getur maður alveg eins farið og hlustað á Gunnar í Krossinum
Atli Hermannsson., 22.11.2007 kl. 18:32
Hvernig er hægt að kalla þetta opna ráðstefnu þegar fram fer ritskoðun fyrirfram á efni þeirra sem vilja koma fram? Hvaða skrípaleikur er þetta er mönnum ekki sjálfrátt? DÖÖÖÖÖÖÖÖÖ þvílík spurning, auðvitað er þessum prelátum ekki sjálfrátt, líkja mætti þessu frekar við illvíga hitasótt sem engin lækning er fyrir. Sammála Nilli það er ekki ætlunin að málin verði rædd á faglegan og gagnrýninn hátt. Atli snúum okkur að því að safna saman hópi fólks og höldum borgaralegan fundu um þessi mál, það á alls ekki að skipta máli hvar menn eru í pólitík. Það skiptir ekki máli, þetta snertir okkur öll sem í þessum atvinnugeira vinnum pólitíkin er aukaatriði. Síðan bjóðum við Hafró á fundinn sem verður stjórnað af hlutlausum aðila, einungis þannig verður eitthvað vit í þessu að mínu mati.
Hallgrímur Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.