mán. 19.11.2007
Minna flutt út af þorskflökum.
Úr frétt af mbl.is
"Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur útflutningur ferskra þorskflaka dregist saman um 30% eða um tæp 2.600 tonn miðað við sama tíma í fyrra. Þótt 18% verðhækkun hafi orðið á milli ára er útflutningsverðmæti nú nálægt 1,1 milljarði lægra en í fyrra, en í lok september síðastliðins hafði árið skilað um 5,3 milljörðum"
Þarf einhver að vera hissa á þessum fréttum? Kvótaálagið á óunnum fiski sem flytja á utan í gámum var afnumið. Búinn var til einhverskonar uppboðskerfi fyrir fisk sem flytja á út í gámum, sem er svo sem ágætt ef það væri eitthvað vit í þessu kerfi.
Því er ekki fyrir að fara, í þessu uppboðskerfi gilda ekki venjuleg markaðslögmál um framboð og eftirspurn. Þetta virkar einfaldlega þannig að sá sem ætlar að flytja út fisk í gámum getur og gerir, sett upp það verð sem honum sýnist og ef hann ekki fær það verður ekkert af sölu og fiskurinn fer út og selst jafnvel á lægra verði en boðið var hérna heima.
Eru þetta eðlileg markaðsviðskipti? Hvaða hvati liggur að baki? Eru sumir útflytjendur svo skuldsettir einhverjum erlendum aðilum svo sem mörkuðum eða umboðsmönnum ytra að þeir ráða því ekki hvert fiskurinn fer? Krafan um að allur fiskur fari á markað hér heima verður alltaf háværari og er að mínu mati ekki óeðlileg.
Minna utan af þorskflökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.11.2007 kl. 07:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.