Vegna fyrri skrifa minna um byggðarkvótabrask.

Mín skoðun á úthlutun byggðarkvóta hefur ekkert breyst, þeir sem leigja frá sér kvóta eiga engan rétt á byggðarkvóta, og eða ef engin fiskvinnsla er í sveitarfélaginu sem byggðarkvóta er úthlutað til eiga að mínu mati ekki að fá hann. Mín skoðun er sú að byggðarkvótanum skal úthlutað til fiskvinnslunnar í hverju sveitarfélagi, einungis þannig er nokkuð tryggt að byggðarkvótinn nýtist sveitarfélaginu. Einnig finnst mér að það eigi að banna að tengja saman útgerð og fiskvinnslu í sama fyrirtækinu. Ég tek það fram að þetta er mín skoðun.

Hér fyrir neðar á síðunni minni skrifaði ég um byggðarkvóta og brask með hann. Höfum það á hreinu að í persónulegu stríði við einstaklinga er ég ekki. Ég vil einungis vekja athygli á brotalömum í kerfinu og hvernig þetta getur virkað. Sumir kjósa að leigja frá sér hluta af úthlutuðum byggðarkvóta og leigja aðrar tegundir til sín aftur, það er svo sem fín hugmynd ef það er þá gert þannig.

Viðbrögðin sem ég fékk við skrifum mínum um brask með byggðarkvótann voru vægast sagt mjög mismunandi. Margir hringdu frekar en skrifa athugasemdir við færslunni, það er allt í lagi að hringja og tjá sig þannig, ég hef mjög gaman af því að tala við fólk, samt er fyrri aðferðin betri ég hef ekki ótakmarkað tíma til að hanga í símanum.

Mér var til dæmis bent á það að fyrirtækið sem ég skrifaði um væri að leigja frá sér þorsk til þess að leigja steinbít til baka. Ég veit það af eigin reynslu að það er einstaklega gott og hagkvæmt að veiða steinbít á þessum slóðum, ef svona áform eru framkvæmd er það hið besta mál, svona hagræðingar eru af hinu góða. Sumir kjósa að halda því fram ég hafi ekki hugmynd um hvað ég sé að skrifa um þegar ég tjá mig um þessi mál. Ég vil þá benda þeim á að koma með haldbær rök fyrir því í athugasemdum. Það er að mínu mati ekki stórkallalegt að hringja og reyna að hrauna svoleiðis yfir mín skrif. Það einfaldlega leggst ekki vel í mig.

Svo við klárum þetta mál frá sem ég skrifaði um lítur þetta þannig út. Fyrirtækið leigði  Þetta frá sér, síðan er leigt meira frá sér og getum við séð það  Hér . Ef við síðan ætlum að skoða hvað hefur komið til baka hefur ekkert komið enn, sem á sér kannski þær skýringa að framboð á steinbít sé lítið. Það er stundum þannig að það þarf að bíða eftir hlutunum. Reiknisdæmið er ekkert flókið til baka ættu að koma um það bil 82.000 kg af steinbít ef við förum meðalveginn og leigan verður 75 kr per kíló. Ef hlutirnir eru gerðir svona er ekkert nema gott um það að segja.

Um þetta tiltekna mál hef ég lokið mínu máli og ef eigendur þessa fyrirtækis hafa haldið að ég sé í persónuárásum á þá er það mikill misskilningur.

Hallgrímur Guðmundsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Umræddir aðilar kunna því bara illa að það skuli hreift við þessu máli.

Jóhann Elíasson, 15.11.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég hef alltaf sagt það að öll umræða er til góðs svo framarlega að menn geti sleppt persónulegu skítkasti, þögnin er versti óvinurinn fyrir almenning í landinu.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.11.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband