Við munum tryggja..........

að til hópuppsagna komi ekki. Við munum ræða við banka og lánastofnanir. Þetta sögðu stjórnvöld meðal annars þegar niðurskurðurinn var boðaður á þorskkvótanum og mótvægisaðgerðirnar voru kynntar. Ég verð að spyrja. Gleymdu stjórnvöld þessu? Ekki get ég séð að neitt hafi verið gert til þess að tryggja að til hópuppsagna komi ekki. Ekki er mér kunnugt um að talað hafi verið við lánastofnanir, þær þrengja sífellt meira að bæði vinnslu og útgerð. Það sem boðið er upp á í dag eru stórkostulegir hreppaflutningar á fólki. Það er það eina sem boðið er upp á. Hvernig eiga konur sem eru með barn (börn) í skóla og jafnvel barn á leikskóla að framkvæma þetta? Það er góðra gjald vert hjá FiskSeafood að bjóða fólki vinnu á Sauðárkróki og keyra þeim á milli. Hverjir geta notfært sér það? Ekki þær konur sem ég talaði um það er ljóst. 
mbl.is Fisk-Seafood lokar vinnslu á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ljóst að það mun sverfa víða að í byrjun næsta árs og þá mun afleiðingar óþarfa niðurskurðarins kom æ betur í ljós.

Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 09:49

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mikið rétt Sigurjón þetta er bara rétt að byrja. Óþarfa niðurskurður er vægasta orðið, ég vil kalla þetta hryðjuverk gagnvart sjávarþorpunum og þorskstofninum sjálfum.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.10.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég veit að ég hefði ekki getað þegið þetta þegar ég var fiskvinnslukona með börnin mín lítil. Ég hefði orðið að vera kyrr í heimabyggð.

Takk fyrir innlitið hjá mér og stórskemmtilegt myndband af nýrri borgarstjórn hér fyrir neðan.

Ragnheiður , 15.10.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi, þvílíkt magn af marklausu bulli, hve lengi halda þeir að fólk láti blekkjast?  Þessi loforð þeirra eru álíka marktæk og "mótvægisaðgerðirnar".

Jóhann Elíasson, 15.10.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband