Í kjölfar uppsagna fiskverkafólks...........

á síðustu dögum og einnig það sem á undan er gengið á liðnum árum er það skýlaus skylda stjórnvalda að endurskoða stjórn fiskveiða. Það er löngu ljóst að markmiðið laganna hefur brugðist, uppbygging þorskstofnsins hefur brugðist, loðnustofninn er mjög bágborinn, rækjustofninn í sögulegu lágmarki, grálúðustofninn illa á sig kominn og meira mætti tína til. Það er aðeins eitt sem gengur vel með þessu kerfi, það er eyðing sjávarbyggðarinnar á landsbyggðinni. Kvótinn er seldur í burtu og eftir situr fólkið atvinnulaust í verðlausum eignum. Hvernig getur þetta haldið svona áfram þegar lög um stjórn fiskveiða er skoðuð. Hér er smá úrdráttur úr þeim. " Yfirlýst markmið laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
Tekið er fram að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."
Það er algjörlega ljóst hvert markmiðið var um það verður ekki deilt. Þetta hefur brugðist með öllu og á bara eftir að stórversna. Það er hræsni ef stjórnvöld halda áfram að stinga hausnum á kaf í sandinn og halda að hlutirnir lagist sjálfkrafa við það. Meira segja Strúturinn er búinn að átta sig á því að þessi aðferð virkar ekki. Eru stjórnvöld á Íslandi virkilega ekki meira viti borinn en Strúturinn? Eða er það virkilega raunin að þessu stjórna örfáir Gullkálfar sem æða áfram með gróðasjónarmiðið eitt að leiðarljósi og gjörsamlega sneiddir allri siðferðis og réttlætiskennd. Þetta er sameign þjóðarinnar sem braskað er með, ekki einhver einkaeign nokkurra útvaldra, um það er ekki hægt að deila heldur.



mbl.is Telur að 500-600 störf geti glatast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband