Mjög áhugavert.

Ætla að hefja handfæraveiðar á makríl að norskri fyrirmynd

24.9.2007

Makrill

 

Tveir smábátar á Höfn í Hornafirði, Silfurnesið SF og Sævar SF, eru að hefja veiðar á makríl á handfæri. Eigendur bátanna eru nýkomnir frá Noregi þar sem þeir kynntu sér þessar veiðar og keyptu samskonar búnað og norskir veiðimenn nota að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

 

 

Norðmenn hafa stundað makrílveiðar með handfærum um langt árabil en þær hafa ekki tíðkast hér á landi til þessa ef frá eru taldar örfáar tilraunir einstakra báta. Grétar Vilbergsson, skipstjóri á Silfurnesinu SF, sagði í samtali við Fiskifréttir að hann hefði farið tvo prufutúra í sumar til að veiða makríl úti af Hornafirði en hann hafi þá ekki verið með réttan búnað.

 

,,Ég er þess fullviss að unnt sé að veiða makríl á handfæri við Ísland. Í sumar fékk ég nokkra stóra og fallega makríla á færin. Ég var ekki með réttan afslítara við rúllurnar þannig að lítið náðist um borð. Við fórum því til Noregs til að kynna okkur þessar veiðar nánar. Ég keypti mér einnig afslítara að norskri fyrirmynd. Áður rann makríllinn hjá mér upp eins og á línuspili og þess vegna misstum við þá flest alla. Nú kemur makríllinn ekki við neitt fyrr en hann lendir í afslítaranum,“ sagði Grétar.

Heimildir: http://skip.is/

Nú er einungis spurningin, hvað verður þessi veiðiskapur lengi utan kvóta?

Reynslan segir mér það að það líður ekki langur tími þangað til Líú forustan heimtar kvóta á þessar veiðar. Við skulum átta okkur á því að Líú telur smábátaflotann stórhættuleg útrýmingartæki sem er ábyrgur fyrir gríðarlegri ofveiði á Íslandsmiðum. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Síðan yrði skipuð nefnd um málið af stjórnarbatteríinu skipuð einhverjum blýantsnögurum sem hafa það að aðalatvinnu að mergsjúga ríkisjötuna for nothing , það er stíllinn.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.9.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar ég bjó í Noregi sá ég, að mikið um það að makríll var veiddur á handfæri, þetta ætti að verða létt verk og svo er bara að vona í lengstu lög að LÍÚ komist ekki strax með puttana í þetta.

Jóhann Elíasson, 27.9.2007 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband