Kristján Möller er farinn að byðjast....

afsökunar á því að það skuli vera til moldar vegir á Íslandi árið 2007. Hann segir einnig að það sé ekki lagt nægilega mikið fé í viðhald malarvega. Er það virkilega svo að metnaður Kristjáns nær ekki lengra en þetta, viðhald malarvega? Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar Kristján nokkur Möller fór mikinn í kosningarbaráttunni og blés sig út um hvað skammalega lítið af þeim fjármunum sem ríkið innheimtir af bensíni og olíu fer til vegaframkvæmda. Það vantaði ekkert upp á það hjá áður nefndum Kristjáni Möller að tölurnar voru algjörlega á hreinu upp á punkt og kommu sem ríkið innheimti og setti í eitthvað allt annað en vegaframkvæmdir. Ég spyr, er þér Kristján Möller ekki í lófa lagið að kippa þessu í lag og standa við stóru orðin? Þú værir maður að meiru Kristján Möller ef þú lagaðir þetta eins og þú lofaðir frekar en læðast um eins og handónýt rotta og kvitta fyrir þig með aumum afsökunum. En það er kannski ekki á dagskrá þar sem mjúki stóllinn er tryggður. Er hægt Kristján Möller að líta öðruvísi á málið ef þú stendur ekki við stóru orðin en að þú hafir vísvitandi logið að kjósendum til þess eins að tryggja nægilega mjúkt undir rass..... á þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann Kristján Möller hefur fengið að kynnast því að það er ekki sama hvort er verið í stjórnarandstöðu eða í stjórn.  Það var ekki lítið sem hann andskotaðist í fyrrverandi samgönguráðherra.  Eftir að hann kom sjálfur í samgönguráðuneytiðer hann ekkert búinn að gera nema hann hefur dr.... upp á bak í hverju málinu á fætur öðru og til að bæta gráu ofan  á svart hefur hann alveg vonlausan aðstoðarmann, sem ekki er nema til óþurftar, allstaðar rífandi kjaft og meira að segja Davíð Oddsson hefði verið fullsæmdur af ef hann hefði komiðfram af jafnmiklum hroka og Róbert Marshall.

Jóhann Elíasson, 16.9.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég er bara þannig að mér finnst Möllerinn skuldi okkur framkvæmdir á loforðum. Ekki það að ég hafi kosið manninn enda skiptir það ekki höfuð máli.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.9.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Takk fyrir þetta innlegg ég er 100% sammála ykkur þetta er rosalega aumt hvernig viðsnúningurinn er hjá  manninum.

Einar Vignir Einarsson, 16.9.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband